
Pikkupinn vel hlaðinn af fóðri
Fórum til RVK eftir fóðri bæði handa skepnum og mönnum í dag.
Alltaf sama umferðin þar en allt hefst þetta nú slysalaust fyrir rest.
Byrjuðum í Fóðurblöndunni og versluðum fóður handa hænunum,kindunum og hestunum.
Næst skutumst við í Lely,alltaf gaman að koma í þangað og skoða,allskonar græjur og dót til matargerðar fyrir mig að sjá.
Kallinn var aðalega að skoða græjur fyrir traktorana og einnig að leita að hnalli í "nýju" ruddasláttuvélina okkar.
Næst hentumst við í Samhenta í Garðabæ að sækja vörur fyrir Skiphólsbændur en þar á bæ er allt á fullu í undirbúningi fyrir reykingu og vantaði þeim ýmislegt í kringum það.
Hvað skildi Ikea geitin fá lengi frið í ár?
Enduðum í Costco og fórum vel og vandlega í gegnum allar hillur og rekka.Stappfylltum kerruna af matvælum og ættum við að vera góð í nokkuð margar vikur ef ekki í mánuði.
Komum heim þreytt en sátt eftir daginn.
Ég henti inní ískápinn því sem þangað þurfti að fara strax en restina geng ég frá á morgun.
Maður verður alltaf hálf orkulaus eftir þessar reykjavíkurferðir.