Púrrulaukurinn komin á þurrkgrind
Tiltekt í góðurhúsinu stendur enn yfir og tók ég upp laukana og þreif,skar niður og setti í þurrkofninn.Skar þá frekar smátt niður þannig að þeir urðu þurrir á mjög stuttum tíma.

Rósakálið er alveg að verða tilbúið til neyslu en ég býð með það aðeins lengur

Kryddin komin í merktar krukkur
Ég gat ekki á mér setið og gerði fátækrarsúpu sem ég hef ekki smakkað í mörg herrans ár.
Við vinkonurnar í gamla daga gerðum þessa súpu ef þröngt var í búi.
Það grænmeti sem til var notað í það og það skiptið í hana.
Í dag notaði ég það sem ég uppskar úr gróðurhúsinu og matjurtakörunum :
Hvítkálshaus
Skessujurt
Hvítlauk
Púrrulauk
Vorlauk
Avakadó olíu til að steikja grænmetið
Mjólk
Súpukraft frá Oscar
Maizinamjöl til þykkingar eða hveiti ef vill