
17 og 18 Febrúar
Það var aldeilis gorgeir í mér og dóttlu í gær
en við ætluðu
m sko að renna 130 kílóum af tilbúnu bjúgnahakki í gegnum
Hobartinn á núll einni en þegar að 3 klukkutímar voru komnir og við
búnar að gera 100 bjúgu þá fór mér að sortna fyrir augum og verða
flökurt.
Við gleymdum að stoppa í látunum og fá okkur að borða og drekka.
Við skelltum í okkur sviðasultu og sólberjadrykk og vola,tvíelfdar!

Riddaraliðið mætt með bros á vör.
Ég ákvað samt að kalla á riddaraliðið og örfáum mínútum síðar birtust
vinir okkar af næsta bæ boðin og búin að aðstoða og kæróinn hennar
dóttlu ásamt börnunum sem létu sitt ekki eftir liggja í bjúgna og
pylsugerðinni.
Hebbi minn sem átti nú að fá að hvíla sig enda mikið
búið að mæða á kallinum skellti sér líka í eldhúsið og þá komust ekki
mikið fleiri þar inn en margar hendur unnu létt verk.

Krissan mín og kæróinn hennar.

Ungur nemur gamall temur.
En svo smátt
og smátt duttu krakkarnir út og steinsofnuðu blessuð enda ekki á hverjum
degi sem þau lenda í svona ævintýri að gera bjúgu og pylsur.

Pylsugerðin spennandi!
Ég frétti það í dag að þeim hlakkaði mikið til þegar að næsti hestur í Ásgarði dytti niður dauður!
Tek það fram að þessi fékk hjálp við það lol!

Smá grín í gangi með stóra "bjúgað"!
Dóttlan með fyrstu heimagerðu pylsuna sína.
Við fullorðna fólkið héldum áfram fram á rauða nótt og kláruðum verkið.
Bjúgun fóru svo öll í reyk í dag og verða reykt næstu daga og svo
verður eitt tekið heim og prófað og í framhaldinu ákveðið hvort reykja
eigi lengur.
Svo er það bara að vacumpakka þeim og ofaní kistu.
Dagurinn í dag fór í að þrífa almennilega eldhúsið og skúra gólf og skrúbba allt hátt og lágt.
Nágranna konan kom yfir og við umpottuðum á blómum enda vorið að banka á dyrnar þrátt fyrir að miður Febrúar sé.
Eldaði og bakaði eina eplaköku og ætla að þeyta rjóma og setja
aukreitis jarðaber oná,við eigum smá dekur skilið eftir þetta hörkupúl
allt saman!
Takk alveg endalaust öll sem komuð og hjálpuðu okkur í gær/nótt !