Heimasíða Ásgarðs

19.02.2012 23:00

Kóngur seldur og á leið útí heim


Hér snjóar og rignir til skiptis.
Ekki gaman að vera útigangur í svona veðri og kítlar mig að fara að taka inn folöldin.

Fyrsta hryssan til að amast yfir sínu afkvæmi er hún Fjalladís (Skjóna mín) og er hann Máni Hróksson sonur hennar orðinn ríflega 8 mánaða og má alveg fara að sleppa spenanum á mömmu sinni.

Ég leyfi hryssunum og folöldunum yfirleitt að njóta samverunnar einsog hægt er en gríp inní um leið og móðirin er farin ð narta í og kvarta við afkvæmið í drekkutímanum.

Ég hef slæma reynslu af því að taka folöldin undan innan við 6 mánaða en þá verða folöldin oft algerlega tryllt og mæðurnar einnig í marga daga.

Sum folöld eru lengi að ná sér eftir slíka lífsreynslu að missa af móðurinni og mjólkinni svona snemma og engan veginn tilbúin í að kynnast mannskepnunni.

Kannski er ég bara svona væmin og meyr en td varðandi hvolpa sem fara frá mæðrum sínum of snemma þá fer það ansi oft illa.

Um 8 vikna aldurinn eru þeir rétt búnir að læra td um bitkraftinn en mæður þeirra hika ekki við að siða þá til ef þeir bíta of fast.

Það er himinn og haf að fá uppí hendurnar hvolp sem kann að "bíta"og er siðaður af móður sinni og hvolp sem hreinlega notar allann kraft í bitið og skaðar mann jafnvel með litlu flugbeittu tönnunum sínum án þess að skilja að það er óásættanleg hegðun.

Ég er að finna mikinn mun á folöldum sem eru tekin undan síðar og þau eru yfirleitt miklu auðveldari í allri meðhöndlun og ekki eins voðalega stygg og vitlaus og þau sem yngri eru og hafa ekki fengið að njóta móður sinnar framyfir 6 mánaða aldurinn.

Kóngur Hróksson er seldur og heldur á vit nýrra ævintýra í næsta mánuði og er förinni heitið til Þýskalands.

Ég er búin að snurfusa hann og punta og dúlla við kallinn og núna þarf ég bara að fá dýra til að koma og skaufahreinsa og yfirfara tennur og þá er hann tilbúinn í áframhaldandi tamningu hjá nýjum eiganda.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 319
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297316
Samtals gestir: 34232
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:37:48