Heimasíða Ásgarðs

18.02.2012 01:32

Meira kindastúss


Hér gengur allt sinn vanagang,búið að flokka kindur eftir fósturtalninguna og þrílemburnar komnar saman 6 að tölu í stóra rúmgóða stíu og fá hey að vild og svo er verið að gauka aðeins að þeim ærkögglum,byggi,brauði og svo hafa þær aðgang að vítmínstampi og auðvitað saltsteini.


Brynja Beauty,Bondína og Fröken Óþolinmóð þrjár af þribbunum.

Sibba Gibba er nú alveg spes.

Hún er sjálf þrílembingur,var þrílemd í fyrra og aftur þrílembd í ár.
Það er eins gott að hygla einhverju góðgætinu í hana svo að hún ráði nú við þetta allt saman.


Mynd tekin 24 Jan fyrir uppstokkunina:)

Einlembur og tvílemdur eru saman og fá nóg af heyi en sleppa ærkögglunum og bygginu góða en fá brauð af og til ásamt salti og vítamíni.


Hermína fremst tilbúin að fara inn en er altaf síðust út frá garðanum góða:)

Þær fá að vera útí rúllu þegar að þannig viðrar en veður hefur nú ekki verið hagstætt fyrir dömurnar að vera úti eða það gerir hún okkur ljóst hún Hermína sem að stendur við hurðina og bankar viðstöðulaust með framfæti og hættir ekki fyrren við opnum og hleypum þeim inn.

Hrútunum fækkaði um einn í dag en hann Kraftur Raftson fór til feðra sinna.

Rúningskapparnir í fyrra.

Núna bíður maður bara spenntur eftir næsta viðburði í fjárhúsinu en von er á rúningsmönnunum að austan í kringum næstu mánaðarmót.


Þeir voru ekki lengi að svipta ullinni af fénu hér í fyrra og flokkuðu hana meira að segja í poka og get ég ekki annað en hrósað þeim fyrir fagleg vinnubrögð og hlakkar til að fá þá hingað aftur.

En ullin er aftur orðin verðmæti og fengum við gott verð fyrir hana en ullin er líklega að borga stórann hluta af lyfjakostnaðinum við féð og það er bara frábært.

Seint fær maður þó eitthvað fyrir vinnuna við stússið í kringum þær blessaðar en er ekki sagt að vinnan göfgi manninn:)


Losti Toppson ullarklæðskiptingur

Hann er alveg að týna ullinni sinni og bíður spenntur eftir því að losna við ullina sem að smá saman er að detta af honum.

Busla mín situr þolinmóð inná kaffistofu á meðan við erum í gengingunum.

Við Busla erum að verða gamlar og förum hægar yfir þessa dagana.
Reyndar fékk kallinn minn snjalla hugmynd í dag en ég var að leita að svampi eða einhverju til að setja undir hælinn í skóinn minn svo ég geti nú labbað meira en nokkur hundruð metra á dag vegna líklegs hælspora (bíð eftir símtali frá doksa um niðurstöðu úr röntgen:) en hann fann þennan flotta hnépúða sem við skárum til og bjuggum til hæl innlegg og ég bara æddi áfram stjórnlaust í dag og lá við að hann yrði að kalla út hjálparsveitina til að stoppa mig af!

Munurinn var rosalegur!

Þegar að við komum heim í kvöld þá leið mér einsog ég hefði ekki farið úr húsi í dag svo góð var ég í fætinum.
Auðvitað varð ég smá hölt en ekki draghölt en stundum langar mig til að finna staf og labba einsog hann House í læknaþáttunum.
Núna kvíður mig ekki fyrir morgundeginum eins og hefur verið undanfarið heldur hlakkar til að geta ætt um að vild án þess að löppin stoppi mig af.



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297123
Samtals gestir: 34193
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:20:50