
Ég er byrjuð að keyra upp fóðrið í kindurnar og voru þær alsælar með fyrstu rúlluna sína út um daginn.Veðrið er nú búið að vera fremur ömurlegt í fleiri vikur,rigning og meiri rigning með dumbung og myrkri og ekkert gaman að taka myndir í svoleiðis veðri.

Hermína búin að háma í sig vel af rúllunni og liggur næstum afvelta.
Við létum svampa þær um daginn og tókum allar kindurnar inn og eru þær komnar á fulla innigjöf með alskyns dekri.Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og nú er verið að dúndra í þær allskyns góðgæti svo að frjósemin haldist jafn vel einsog hefur verið undanfarin ár.

Brún Silkihæna

Hvítur Silkihani

Og ungarnir þeirra:)
Erum með cirka 12-14 Silkiunga til sölu og eru þeir orðnir það stálpaðir að þeir mega fara og þurfa ekki lengur hitaperu.
Nánari upplýsingar um þá er að finna hér.
Farin útí góða veðrið með cameruna en LOKSINS fór að snjóa og birti mikið yfir öllu þannig að nú er hægt að taka myndir án þess að nota alltaf flassið.