Heimasíða Ásgarðs

15.06.2009 00:48

Litla Löpp kastaði 11 Júní


Litla Löpp frá Galtarnesi lét öllum illum látum daginn sem hún kastaði einsog síðastliðin 3 ár en ég breytti aðeins til með staðsetninguna á hryssunum á köstunartíma og eru þær sumar ekki enn sáttar við mig um staðarval.

Hún vill komast niður á bakka og niður að tjörninni en þar er mjög vinsæll staður fyrir köstun hjá þeim.
Þar eru þær í skjóli fyrir öllu bæði veðrum og forvitnu fólki og hrossum.

Hún sem sagt óð meðfram girðingunni og kastaði sér svo niður við hliðið og var komin að því að kasta og ég hljóp eftir camerunni til að ná þessu öllu saman á mynd.

Ég settist niður róleg í hæfilegri fjarlægð og beið átekta.
Pokinn var kominn og sást í tvo fætur og allt að ske.

Kemur ekki Eðja æðandi á brokki til að forvitnast og stuggaði ég henni frá!

Ekki gaf hún sig og kom aftur og aftur þartil Litlu Löpp var nóg boðið og reis hún upp og lentu dömurnar í hörkuslag!!

Folaldið sem var að koma í heiminn ýttist inn aftur!

Nú kom kallinn þrammandi niður tún og hann sá um að halda henni Eðju frá og öðrum forvitnum og Löppin gat lagst aftur niður róleg og haldið áfram að koma folaldinu sínu í þennan heim.

Myndirnar segja meira en nokkur orð svo hér er syrpan af öllu saman emoticon .

Löppin horfir á Hebba stugga Eðju frá....emoticon

Verkirnir farnir að aukast.....

Rembingur og folaldið að mjakast út......

Átökin orðin rosaleg.........

Allt að gerast.....

Þarna var ég orðin rauð í framan af að hjálpa henni!
Munaði ekki miklu að það kæmi bremsufar í buxurnar hehehe....emoticon

Út rann folaldið í rólegheitum.....

Lyftir yfir hausinn á sér......emoticon

Byrjar að gapa eftir fyrsta loftinu.....

Hálf loftlaust inní pokanum.....

Halló.......er einhver þarna úti.......hjálp?

"Afi" hjálpaði aðeins til því mamma var alveg búin á því...

Vá...........hvað það var þröngt orðið þarna inni!

Komin til mömmu sem var alveg uppgefin....

Þessi líka fína Hróksdóttirin komin í heiminn emoticon .




 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297184
Samtals gestir: 34210
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:20:59