Heimasíða Ásgarðs

10.06.2009 02:41

Astró frá Heiðarbún



Nú get ég bara ekki haldið í mér lengur og skelli hér inn myndum af leynigestinum sem verður hér í Ásgarðinum í sumar og eitthvað framá haustið.

Astró og Alexander (aðeins 11 ára guttinn:) í fyrra.

Astró frá Heiðarbrún heitir kappinn sem ætlar að sjarmera hryssurnar uppúr skeifunum í sumar og stíga trylltan dans hér niður á bakka á meðan Hrókur klórar sér í ennistoppnum og reynir að átta sig á því hvar allar gömlu dömurnar hans séu?

Astró ætlar að fá þessar gömlu góðu uppáhaldshryssurnar á bænum og er ætlunin að reyna að fá úr þeim merfolöld sem verða sett á fyrir okkur en ekki seldar.
Astró er þessa dagana að gera góða hluti í keppnisbrautinni með honum Alexander vini sínum og verða dömurnar að bíða aðeins lengur eftir kappanum.

Flottir saman strákarnir.

Fyrir þá sem langar að halda undir stórglæsilegann 1 verðlauna hest (skeiðlaus) þá eru einungis 4-5 pláss laus undir hann og verða hryssur að vera komnar í hólfið 26-27 Júní.
Hesturinn verður svo settur í hópinn örfáum dögum síðar.

Astró frá Heiðarbún er undan hinum geðþekka Smára frá Skagaströnd og Fjöður frá Heiðarbrún.
Hann er alveg með magnað geðslag og er frábær höfðingi þessi klár.

Það má segja að hann sé öflugri útgáfan af honum Hrók mínum og það er þetta geðslag sem ég er að eltast við.

Liturinn skemmir heldur ekki og er hann gjafmildur á litina og hafa margir flottir litir komið fram í folöldunum hans.

Myndirnar af Astró og Alexander hér fyrir ofan voru teknar seinnipart sumars í fyrra og þennan dag var hávaðarok og læti en það skipti klárinn engu máli.
Svona hestar eru alveg gulls ígildi.

                       Sköpulag                         
                      
                            Höfuð 7.5                                
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 8
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.96

Kostir

Tölt 8.5
Brokk 9
Skeið 5
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8.03
Hægt tölt 8
Hægt stökk 8
Þess má geta að hesturinn er spattfrír samkvæmt röntgenskoðun af hæklum og með grænt S í Veraldarfeng

Viðbót við bloggfærslu:)

Það voru að birtast glænýjar myndir af Astró og Alexander sem voru teknar fyrir nokkrum dögum á Gæðingarmóti Harðar en þar voru þeir efstir með einkunina 8.61 og hinsvegar frá Gæðingamóti Fáks en þar voru þeir í þriðja sæti með einkunina 8.50.





Þeir eru allir að eflast og slípast saman vinirnir og verður gaman
að fylgjast með þeim í náinni framtíð á keppnisvellinum.

Innilega til hamingju með árangurinn Alexander emoticon .

Ef þið hafið áhuga á að skella hryssu undir hann Astró þá endilega sendið mér línu á ransy66@gmail.com eða hringið í mig í síma 869-8192.

Nú af honum Hrók er það að frétta að hann fékk til sín í gær tvær Dalaprinsessur og ekki voru nú lætin í honum við þær.

Það var smá ferðaþreyta í þeim og þær létu hann vita að þær væru sko með "höfuðverk" og ekki alveg tilbúnar í að djamma strax með honum.

Ég bætti svo á hann í dag henni Vordísi Brúnblesadóttur en hún er orðin 11 vetra og aldrei verið við hest kennd og klárinn tók vel á móti henni.

Ég minni Hrók á það á hverju vori að hægt sé að bæta hryssum í hólfið hans og hann er bara alltaf eins í viðmóti við þær.

Rosalega er þægilegt að vera með svona stóðhest einsog hann,ég sef bara róleg og þarf ekki að hafa áhyggjur af einu eða neinu.

Hann bara er einsog geldingur í hópnum!
Nema að hann fyljar dömurnar fljótt og örugglega.

Eitthvað er enn á leiðinni af hryssum undir Hrókinn og er ekkert mál fyrir fólk að hafa samband ef það vill fá að stinga hryssu inn til hans.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 295993
Samtals gestir: 34035
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:35:07