Heimasíða Ásgarðs

12.07.2008 17:48

Kríuvarpið rústir einar

Það fór illa fyrir Kríunni og ungum/eggjum hennar hér þriðja sumarið í röð.

Allt fór vel af stað og Gunnar fuglafræðingur sem var hér af og til á vappinu að rannsaka hvernig Kríunni gengi var himinlifandi yfir hve vel gekk hjá henni en svo á innan við viku hrundu ungarnir niður af hungri en í sömu viku (reiknast mér) fylltist Faxaflói af Hrefnu sem hefur að öllum líkindum gúffað í sig allt Sandsílið frá fuglinum.

Það var hryllileg sjón sem við blasti hér niður í haganum sem alltaf er friðaður fyrir Kríuna,hann var morandi í Sílamávum og Veiðibjöllum að éta upp hálflifandi og dauða Kríuunga og egg sem Krían skildi eftir köld í hreiðrunum.

Hér er uppskrift af einum uppáhalds grillréttinum mínum en það eru:

Hrefnuspjót grilluð.

Hrefnukjöt
BBQ Grillolía (Original)
Ferskir sveppir
Paprika
Rauðlaukur
Bacon

Aðferð:
Leggið grillpinnana í vatn í cirka 2 tíma eða lengur svo þeir brenni ekki á grillinu.Fínt að nota 2 L flösku fula af vatni fyrir þá.
Skerið Hrefnukjötið í passlega bita(munnbita) og setjið í grilolíuna í cirka 2 tíma eða lengur ef vill.
Þræðið kjöt,grænmeti og bacon til skiptis á grillpinnana og grillið.
Þetta er geggjað gott og kemur á óvart hvað Hrefnan er frábær á grillið!

Það er komin vinnukona í Ásgarðinn og kom hún með hestinn sinn með sér hann Lilla sinn.
Eitthvað finnst nú dömunni lífið auðvelt og þægilegt hér enda kann maður varla á það að hafa vinnukraft enda við vön að gera öll verkin sjálf að mestu.
Sjáum til hvort það breytist ekki þegar við förum að slá en þá ætti daman að létta okkur þvílíkt vinnuna á meðan við eru í burtu í heyi vinnnunni.
Kannski þarf ég bara að læra að stíga útúr mínu venjulegu verkrútínu og hleypa henni að en hún er alveg bráðlagin við skepnur og þarf ég ekki að hafa áhyggjur af bústofninum í hennar höndum:)

Í gær kom lítil "Silvýa Nótt"og linnti hún ekki látum fyrren lagt var á einn aðalgæðinginn á bænum hann Biskup og daman skellti sér á bak í gullskónum........minna mátti það nú eki vera!
Svo var pósað alveg útí eitt og skein af henni ánægjan á klárnum:)
Bara sæt lítil Silvýa:):):):)

Jæja"eina ferðina enn er spurning um lit á hrossi.

Ég var beðin um að kíkja á trippi vel vænt veturgamalt sem ekki alveg öruggt er með litinn á.

Móðirin er brún að lit en faðirinn er móálóttur(Mósóttur:)sjálfur Stáli frá Kjarri.

Undan Stála er annað hross til móvindótt en það er hann Bláskjár frá Kjarri.

Hvernig má það vera að Stáli sem er móálóttur er að gefa vindótt með td rauðtvístjörnóttri hryssu (Bláskjá) og svo þetta fallega trippi hér á myndunum fyrir ofan með brúnni hryssu????

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297413
Samtals gestir: 34246
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 06:32:41