Heimasíða Ásgarðs

08.07.2008 01:07

Mikið brallað og baukað hér:)

Á meðan allir hestamenn landsins nutu sín í leti í brekkunum á LM stóðum Hebbi í ströngu.

Hylling og Pamela að úða í sig grasinu.

Keyrðum hryssum í nýja haga en hér er allt að brenna vegna þurrka og eitthvað varð að gera og það var sko gert.

Golfvöllurinn milli Garðs og Keflavíkur allur brunninn.

Nú bíðum við bara eftir úrhellingsrigningu líkt og fleiri hér á Suðurnesjum en sárast gráta líklega golfararnir en það er hryllingur að sjá golfvellina þrátt fyrir að reynt sé að vökva grasið.

Draumur frá Holtsmúla.

Það sem er mest spennandi sem skeði á meðan þið letihaugarnir ykkar (LM-farar taki það til sín,góðlátlegt grín og kannski SMÁ öfund:)láguð í brekkunum var að ég tók stóra og það risastóra U beygju hvað varðar ræktunarstefnu hjá okkur hér í Ásgarðinum.
Nú skal búa til BAUK og það faxprúðann þarað auki.

Hann er algjör Black Beauty.

Henni Sokkudís Hróks var keyrt undir ORRASON hvorki meira né minna og þar réði miklu um umsögnin frá henni Valgerði vinkonu minni á Hrauni.

Þú færð krafta úr kögglum Draumur minn".

Geðslagið hreint út sagt úrval og ekkert mál að bæta á hann hryssu eftir hryssu í hólfið,minnir mig soldið á Hróksa minn .

Sko"ef ég segi ykkur leyndarmál og farið ekki með það lengra elskurnar mínar.

Eitt sinn kom til okkar fyrrum Fetbóndinn og hvíslaði hann því að mér á sinn mjög svo kurteisann hátt og lá honum ekki hátt rómur (þeir skilja sem kallinn þekkja hnéhné .... ) að ég ætti að taka beina stefnu í Baukaræktun og nota Orra eða syni hans á okkar hryssur.

Þarsem ég er afar þver og á það til að fara í þveröfuga átt við það sem mér er ráðlagt þá hunsaði ég þessa ráðleggingu en notaði nú samt stóðhest ættaðan frá honum og fékk glimrandi flott folöld enda sá stóðhestur gullfallegur og liturinn frábær og hugnaðist mér mikið frekar en Baukarnir sem í boði voru á víð og dreif.

Nú nokkuð mörgum árum seinna spænir vinkona mín mig upp en hún Valgerður á Hrauni gæti fengið mig nánast útí allt,hún hefur einhver góð tök á mér og nær mér á flug og ég veit ekki fyrren ég er komin á kaf í það sem rætt er um yfir kaffibolla Hrauni!
Hvaða Álfadropa skildi hún setja í kaffið????

Það fer semsagt lengra en bara í umræðuna yfir bolla og í hittefyrra nær hún mér á flug og ég veit ekki fyrren ég er komin með fullt af kindum sem ég ætlaði nú aldrei að fara að eltast við eftir að ég fékk nóg af þeim fyrir norðan sem unglingur!

Issss.......sagði Valgerður"þú gerir bara svona og svona og þá verða þær stilltar og prúðar hjá þér.Og viti menn,gibburnar gera bara nánast það sem ég segi þeim að Valgerður sagði að þær ættu að gera!
Með smá brauðhjálp .

Nú svo fór hún að tala um svartan stóðhest með glimrandi skap og ekkert mál að bæta hryssu á hann.
Nú ekki var verra að hann var í hálftíma fjarlægð frá okkur svo Sokkudís var nú bara hent á kerru ásamt dóttur sinni Sæludís og sturtað inní hólfið hjá honum Draum frá Holtsmúla.

Þannig að nú má eiga von á hágengum Bauk,faxprúðann og geðgóðann skulum við ætla.
Ekki er það verra sem ég sá í Veraldarfeng en klárinn er undan hryssu frá Mánamanni sem ég lít mikið upp til enda sá maður með glimrandi flott hross.

EN ef að hún Valgerður fer eitthvað að tala um Hákarl og Brennivín í sömu setningu þá er ég rokin útí veður og vind!
OJJJJJJJJJJJ................BARASTA!!!! Gubb......gubbbb..................

Verð að setja hér inn mynd því til sönnunar að hún Valgerður vinkona er eitthvað tengd Álfheimum en ég var að smella mynd af hryssu sem hún á og viti menn!

Hvaða álfur skildi standa þarna á hryssunni?

Ég bara verð að segja ykkur smá brandara sem skeði hérna í gær.

Kallinn er á kafi í að gera upp traktora og í gær þá er hann að brasa við gamlan Zetor sem hér stóð á hlaðinu mér til mikilla ama en það er nú önnur saga.

Hann þurfti að koma Zetornum gamla nær verkstæðinu og ekki var hægt að starta honum í gang svo kallinn bakkaði bara Massey Fergusyninum að honum og setti spotta á milli þeirra.

Svo dró hann Zetorinn  af stað en veit ekki af því fyrren Zetorinn ríkur í gang en hann hafði steingleymt að taka hann úr gír og það endaði með því að hann fékk hann aftan á Fergusoninn!
Það hafa ekki allir keyrt aftaná sig hehehehehehehehehe.............:)

En Zetorinn fæst gefins án dekkja og fyrstur kemur og tekur hann af hlaðinu fær hann!
Fullt af fínum varahlutum í honum.
Hægt verður að lyfta honum uppá kerru fyrir áhugasamann Zetor mann/konu.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 262
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 334
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 294756
Samtals gestir: 33819
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 20:00:10