Heimasíða Ásgarðs

01.05.2008 22:53

Kvennareið Mána og Karen kind borin

30 Apríl Miðvikudagur.

Kvennareið Mána var haldin í hávaðaroki en þessar hetjur dubbuðu sig bara upp og klæddust Lopapeysum og blésu bara á veðurguðina.
Ég ásamt mínu fylgdarliði hittumst fyrst heima í Ásgarði og fengum okkur fordrykk og aðeins meiri fordrykk og skáluðum óspart í Kampavíni fyrir fyrsta afkvæmi Dímonar Glampasonar sem fæddist hjá vinkonu minni og á meðan hinar sönnu hetjur riðu um Mánagrund og nágrenni með rykmökkinn í augum.

Nú við hinar með Kampavínsglampa í augum drifum okkur á Mánagrundina áður en hetjurnar sem fóru á hestbak næðu að þurrka rykið úr augunum til að sjá hverjar fóru í reiðina og hverjar ekki og festum okkur sæti og biðum spenntar eftir matnum.

Lambalærin flugu ofaní konurnar sem voru alveg glor....eftir reiðina og við hinar eftir allar glasalyfturnar sem voru alveg í vinkil og yfir hjá þeim allra hörðustu.

Tina Turner alveg í ham!

Skemmtiatriðin voru meiriháttar og sló hún Tina Turner ásamt fylgdardömum alveg í gegn og voru þær margklappaðar upp .
Set hér inn bunu af myndum frá kvöldinu og sendi svo þær allra bestu áfram inná Mani.is.

Skál fyrir fyrir nýja Dímonssyninum .

Skál í botn og ekkert glasabruðl Ransý"!

Ég er ekki tilbúin stelpur"!Ég má líka skála....ooooooo........!

Nú fatta ég hver þú ert! Alltaf með nýtt lúkk svo það er ekki bara (allt) Kampavínið sem er að rugla mig .

"Ransý mín á ég að setja teiknimynd á fyrir þig svo þú þagnir í smá stund?"Hnéhnéhnéhné...........

1 maí Fimmtudagur.

Vaknaði fyrst klukkan ríflega 8:00 í morgun og þarsem engar mjólkandi kýr eru á bænum þá lagðist ég bara aftur á koddann og svaf áfram.
Rumskaði svo eilítið ryðguð rétt fyrir hádegið og allt fór á fullt í Ásgarðinum.
Von var á Sigga og Sibbu sem ætlaði að vita hvort hún hefði nú ekki alveg rétt fyrir sér með hana Karen kind sem átti að fara að bera.
Hún átti tal í dag og Sibba sá það í nótt þegar að við vorum búnar að veltast inní fjárhús völtum fótum að huga að henni og taldi Sibba að hún Karen kind yrði léttari eftir fáeina tíma.

Siggi var afturámóti meira spenntur að fylla kerruna af trippum sem eiga að drekka rjómann í sumar sem rennur niður Borgfirskar hlíðar.
Hann tók í dag þrjú trippi sem öll áttu það sameiginlegt að vera með aðalitinn vindóttan með allskyns skrautmunstri og stjörnum.Gleymdi að nefna það að í gær þá tók hann Dímon og fór með hann austur en þar er hann að fara í sund.Mér skilst nú að klárinn sé hættur að nota kút og kork og sé flugsyndur eftir fyrri spretti vetrarins.Hvað skildi Siggi ætlast til að hann læri meira? Baksund væntanlega .


En hvað um það hún Karen kind var borin og þegar að ég sá þau þá hálfbrá mér því það voru þrjú lömb í stíunni?
Hermína var þarna enn með sína bumbu og alveg að springa og ekki var hún borin þannig að Karen kind gerði það heldur betur gott og kom með þrílembinga í ár .
Tvær gimbrar og einn hrút .
Nú það var ekki um annað að ræða en að skýra strax flekkóttu gimbrina og fékk hún nafnið..........

Sibba Gibba frá Ásgarði.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 295972
Samtals gestir: 34029
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 12:54:49