Heimasíða Ásgarðs

23.04.2008 14:11

Knapamerkja námskeiðinu lokið

Tími kominn á eitt gott blogg fólk.

19 apríl.

Stóri dagurinn sem maður er búinn að bíða eftir í allan vetur rann upp en það var verklegi prófdagurinn í Knapamerkjum 1-2.
Kvöldið áður höfðum við Begga fengið að fara í gerðið á Hólabrekku til að æfa okkur á hestunum.

Við vorum að frammí svarta myrkur að "æpa" á hvora aðra stafina á reiðleiðinni og eftir 3-4 æfingar hjá hvorri þá fór þetta að ganga nokkuð smurt hjá okkur.

Við vorum ansi hreint spenntar þegar að við renndum með hrossin inní Víðidal í einstakri veðurblíðu.

Við höfðum 10 mínútur hver til að ríða prógrammið fyrir framann kennarann og prófdómarann og það var ekki frá því að það væri hnútur í maganum á okkur.

Þegar að mér kom þá fauk sá kvíði úr mér og rann ég í gegnum prógrammið nokkuð slysalaust og fékk umsögina býsna gott frá prófdómaranum.

Prófið var tekið í þremur áföngum og næst var stökkæfingingin sem heppnaðist mjög vel hjá okkur.

Það er alveg draumur að sitja hann Hrók á stökki.Held að við höfum skorað nokkuð hátt þar.
Hlaupum Hrókur!

Næst voru hlaupaæfingar og annað sem við fórum í gegnum mjög auðveldlega enda klárinn í sínu allra besta skapi og það vantaði ekki viljann í hann að gera kellingunni sinni til hæfis þennan morgun.

Í mínum huga fékk klárinn 10 fyrir vinnuvilja og geðslag og var ég í skýjunum yfir því að eiga svona yndislega skepnu sem vill allt fyrir mann gera.

Meira að segja leit hann ekki á hryssu sem þarna var stillt upp við hliðina á honum en hún var í bullandi hestalátum og átti svolítið bágt undir taglinum blessunin.

Ég verð að koma að hamingju óskum til hennar Hallveigu Fróðadóttur sem skoraði hæðst okkar allra á öllum prófunum með 10-ur á línuna!!!!!Bæði í verklegu og bóklegu!!! Snilldar kona þar á ferð með snilldar vel taminn hest sem að prófdómarinn vildi ólmur fala af henni.

Ég kom ánægð og vel þreytt heim þennan dag,henti mér í hálftíma í sófann og dreif mig svo út því að ekki þýðir að slóra í miðjum sauðburði og kanínugoti.

Allt var í stakasta lagi með kindurnar og kanínurnar voru byrjaðar að gjóta á fullu.Einn ungi lenti útá rimlunum og drapst við það.Maður missir alltaf einn og einn en eftir síðustu talningu þá voru komnir 75 ungar og þar af 70 á lífi sem er nokkuð gott.

Nú ég fór í gegnum verkin og setti út stóðhestana í góða verðið og eftir stutta stund verða þeir varir við eitthvað voðalega spennandi og hætta að éta og fara að spenna sig alla upp!

Sé ég að hópur ríðandi fólks er að renna heim í hlað og hljóp ég í húsið og út til að taka á móti ferðamönnum.
Alltaf gaman þegar að ríðandi gesti ber að garði:)

Voru það ekki þeir félagar Friðbjörn og Eymundur ásamt Vigni og tveimur dömum og slepptum við hrossunum í hólf og settumst niður á spjallið.veðrið var hreint út sagt frábært,stafa logn og 11 stiga hiti.

Eymundur með litakippuna sína .Flottastur!

Friðbjörn kátur í blíðunni í fylgd fríðu föruneyti.

Vignir að pósa á Brúnka sínum.

Friðbjörn og félagar voru rétt að renna úr hlaði þegar að Silla og fjölskylda komu til að berja augum sína gæðinga sem hér eru í vetrarpössun.

Silla að knúsa Glófaxa Parkerson.
Enn var spjallað og spjallað og áður en maður vissi af var klukkan langt gengin í 23:00 þegar að við hættum loks að spjalla.

Hebbi fór þennan dag á Svartfuglaveiðar eldsnemma um morguninn með félögum sínum og áttu þeir frábærann dag í rjómalogni í Faxaflóanum og víðar.Þeir náðu 205 fuglum og einum Höfrungi.Gaman að kallinn skildi gefa sér tíma í að fara með strákunum á veiðar,hann gerir alltof lítið af því.

20 Apríl

Við Suðurnesja gellurnar sem vorum saman í vetur Knapamerkjanámskeiðunum ákváðum að hafa smá slútt og bauð Valgerður á Hrauni mér og Beggu í mat og á Minkaveiðar í "eftirrétt".

Það er alltaf gaman að koma að Hrauni og ég tala nú ekki um hve góðan mat hún Valgerður býr til......dúddamía!

Eftir matinn töltum við af stað með tíkurnar mínar þær Buslu,Skvettu,Tobbu Önnu og Súsý litlu sem var að fara í fyrsta sinn á alvöru Minkaveiðar.

Tobba anna,Skvetta og Súsý minakveiðitíkur.

Þær voru ekki lengi að finna Minkabæli og Mink en því miður þá var svo erfitt að ná honum út að við hefðum þurft stórvirkar vinnuvélar við verkið.Þar slapp hann fyrir hornið í þetta skiptið.

Við fengum útúr þessu frábærann göngutúr og gátum rabbað um heima og geima(hesta:).

21 Apríl.

Hebbi fékk símtal í hádeginu í dag og spratt út með miklum látum með Riffil sér við hönd en það hafði sést til rebba cirka 100 metra frá litlu lömbunum okkar og hænunum sem voru á vappi úti við.

Þegar að Hebbi kom á staðinn þá var rebbi að gæða sér á Æðarfugli eina 100 metra frá honum og var kallinn ekki lengi að senda hann inní eilífðina.

Tvæ Aliendur hafa horfið frá okkur í vor og miðað við hvað rebbi var rólegur þá gæti það hugsast að hann hafi tekið þær hjá okkur.

Dagurinn í dag var annars tileinkaður dýrunum og extraði ég vel hjá þeim og fluttum við Hrók uppí stóðhestahús ásamt Heljari og Pálma en nú fer að koma að því að þeir fara að fá náttúruna eftir þennan langa og stranga vetur.Þá er nú gott að hafa þá uppfrá í góðu aðhaldi þarsem þeir gera ekkert af sér.

Hrókur er kominn í frí og á hann það svo sannarlega skilið eftir frábærann vetur og gott að geta hætt með hann sáttan og ánægðann.

22 Apríl

Í dag flokkaði ég frá og ormahreinsaði þær hryssur sem eiga að fara að kasta og þær sem eiga að fara undir Hrók í sumar og setti þær niður á bakka sem er allur að spretta og verða iðagrænn.

Tók hann Undra Dímonarson úr en hann er orðinn svo graður að hann er ekki alveg að ráða við sig blessaður ! Síðan tók ég hana Gná Hróksdóttur úr líka en hún er að koma inn í smá frumtamningu.Sú getur tölt en hún velur eingöngu tölt núna!
Hún verður einhvern tímann mjúk undir rassinn:)

Næst gaf ég öllum rúllur út en það voru ekki allir sem vildu fá sér tuggu því að grænu nálarnar freista.

Þetta tók allt saman drjúgann tíma en við Hebbi ætluðum að mæta klukkan 20:00 um kvöldið á fund hjá Ljósmyndaklúbbi Suðurnesja.
Auðvitað komum við of seint en það slapp samt allt saman.

Margir mættu með "dótakassana"sína og vá!!!!!

Cameran mín bara roðnaði og hálfkiknaði undan risalinsum sem settar voru á hana svo við gætum prófað.Úfffffff.........ég þorði varla að halda á þessum græjum!

Nú er bara að finna út hvaða linsa verður fyrir valinu á hesta útivið í náttúrunni.Ég hef mest gaman af því að taka myndir af dýrum úti í frjálsræðinu.

Þartil næst farið varlega og reynum að ganga/hjóla sem mest til að sýna stuðning í verki vegna hækkunar á eldsneyti!
Það var hrikalegt að horfa á aðfarirnar í mótmælunum við Rauðavatn í dag í sjónvarpinu!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 296998
Samtals gestir: 34177
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:04:19