Heimasíða Ásgarðs |
||
19.09.2007 01:15Laddi alltaf góður:)Við fórum um daginn á Ladda showið með Önnu systir og Kidda mág og skemmtum okkur alveg konunglega.Fyrst fórum við reyndar fínt út að borða og auðvitað völdum við bændurnir ég og Hebbi lamb á okkar disk:)Geðveikt gott og gaman:) Hér á bæ er vart hægt að slíta mig úr eldhúsinu........Já"ég veit að þetta fer að verða leiðinlegt að lesa til lengdar með þessa potta.Ég er alveg húkt á þeim og er farin að elda í hádeginu og eiga svo tilbúinn mat í pottum fyrir kvöldið og er þetta alveg ótrúlega þægilegt og tímasparandi.Ég gerði Pizzu á rafmagnspönnunni og heppnaðist hún bara frábærlega hjá mér. Ég dreif mig á hestbak í kvöld og ekki seinna vænna að prófa hana Vordísi áður en skeifurnar hrindu undan henni.Við fórum í langann og góðann reiðtúr og er ég nokkuð sátt við hryssuna þó margt megi laga.Mikið agalega er hún þæg og góð skepnan.Léttviljug og góð. Rosalega var dimmt! Folöldin dafna og stækka og stækka.Og ég er hætt að færa randbeitarþráðinn í bili.Hrossin eru ekki að éta það sem ég er að gefa þeim(rétt það allrabesta:) og þá er mér spurn?Eru þær ekki þá að fá nóg þessar dömur? Ójú"ég ætla bara að anda með nefinu og halda áfram að leyfa þeim að éta grasið sem er að spretta uppí þær þessa dagana.Allt sem var áborið hér í vor er enn í heilmikilli sprettu og þær um það ef þær vilja endilega vera niður á bakka en ekki uppá túni þarsem ég er að færa þráðinn reglulega.Allar flóðmjólka og eru orðnar spikfeitar fyrir veturinn.Ég er farin að geta komið við eitt og eitt folald og eru þau mjög flott í holdum.
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is