Heimasíða Ásgarðs

23.05.2007 12:09

Skjóna mín köstuð 22 Maí


Skjóna mín var svo væn við mig að koma með brúnskjótta hryssu! Gæti samt verið
dökkjörp en það er kannski ekki alveg að marka litinn fyrren folaldið er orðið þurrt.

Fyrsta verkið í nýrri veröld var að kúka soldið með ógurlegum fettum og brettum.
Sjáiði hvernig hún stendur í framfæturna,á framfótum folalda er einskonar "hlíf"til að skaða ekki fæðingarveginn í hryssunni og dettur þessi hlíf af fljótlega eftir fæðingu og þá eru hófarnir orðnir eðlilegir eins og við þekkjum þá.

Mér sýnist hún vera annaðhvort brúnskjótt eða dökkjörpskjótt.
Sko Hrókinn að skila öðru skjóttu í safnið á bænum.
En núna ætlar hún Skjóna ð hitta annan stóðhest og hann er Glófaxi glæsilegi sem fær hana eftir örfáa daga.Skjóna passar vel á móti honum og á að vera þægileg í viðmóti fyrir fola sem er að hitta hryssu í fyrsta sinn .


Herudóttirin kom að skoða mig þarsem ég sat í góða veðrinu og var að mynda nýja merfolaldið hennar Skjónu.
Meira hvað hún er forvitin,hún fann ullarlagð og var að vesenast með hann dágóða stund!

Síðan fann hún fylgjuna utanaf Skjónudóttur! Hvað skildi þetta nú vera??? Skildi mega leika sér að þessu???

Það má kannski prófa að stíga á þetta???
h
Úpppppsssss.......nú var ég næstum dottin um koll! Held ég sé kominn útá hálann "ís".

Ási Hrútakóngur orðinn stór og farinn að sýna minni hrútnum hornin hehehehehe.

Loksins tókst okkur að klára girðinguna fyrir gibburnar og fengu þær að vígja hana í gær.Það var gaman að kalla á þær inn´æi nýja hólfið og sjá þær tína í sig Fíflablöðin sem þær hreint elska eins og flest allir grasbítar gera.
Í dag fær Tóta að fara út með nýja hrússann sinn sem er svo agnarsmár að það er ekki fyndið! En sætur er hann og kátur!
Hér sefur hann Óskýrður Tótuson og hefur engar áhyggjur af hinum stóra heimi.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296239
Samtals gestir: 34082
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 21:44:45