Heimasíða Ásgarðs

21.05.2007 22:58

Tóta borin 21 Maí

Þegar að við fórum að sinna skepunum í dag þá þótti okkur heldur betur hljóðlegt í horninu þarsem Tóta og Hrauna gibburnar okkar eru í stíum en Tóta er vön að arga og garga eftir einhverju í gogginn sinn nema í dag.


Var hún ekki borin blessunin og gerði það ein og óstudd.Enda kannski gott þarsem hún er gemsi/gemlingur og eru þeir oft viðkvæmari en fullorðnu kindurnar þegar að þær eru að bera og geta jafnvel hafnað lömbunum ef þær eru mikið truflaðar.

Man ekki hvort ég var búin að setja inn Karenar lömb þau Badda og Brynju en hér eru þau:) Ekkert smá flott!
Þá erum við komin með þau lömb sem við óskuðum okkur,fjögur stykki fyrir næsta vetur.

Corinne og Snót að ræða saman .

Corinne og fjölskylda komu hingað í heimsókn um daginn og svo Corinne ein aftur í dag að knúsa Sóley sína og Snót bless en þau eru farin aftur heim til Sviss á morgun.Sóley er algjör draumur og vill "tala" við alla en Snót setti bara upp svip og vildi bara fá að vera í friði með tugguna sína óáreytt.Hún verður orðin spakari næst og þiggur þá brauðið og kannski smá kjass líka.
Það var gaman að rabba við þau og alveg merkilegt hvað íslenski hestuinn getur áorkað.Þarna erum við búin að eignast góða vini sem eru mjög spennt fyrir öllu sem viðkemur hrossum og vonandi sjáum við okkur fært einn daginn að heimsækja þau.

Okkur buslu fannst alveg tímabært að hvolparnir færu að heiman eða minnst kosti útúr íbúðarhúsinu eftir að þeir byrjuðu að borða hundadósamat.Svo eru þeir orðnir svo stórir og frekir við okkur að hálfa var alveg nóg.
Við fluttum þá fyrst niður í hesthús en þarsem þeir eru svo margir og duglegir að brölta um þá voru þeir aftur fluttir og núna útí stóðhestahús.Þar fengu þeir risastóra stíu fyllta með hálmi og hvolpahús til að lúlla í.Ekki amalegt fyrir þá að geta farið að skoppa um og losna kannski við fáein grömm af hvolpafitunni sem hreinlega lekur af þeim.Reyndar eru tveir af þessum níu minni og voru þeir báðir fæddir þónokkuð minni en hinir boltarnir.Enda geta þeir tveir farið miklu hraðar yfir og bjarga sér miklu betur en hinir sem sitja fastir á rassinum og væla bara hehehehehe.......

Hér eru sjö af níu stykkjum búin að týna bæði mömmu Buslu og sjálfum sér í þessum "stóra" heimi!
Fljótlega verða þeir allir seldir og verður spennandi að vita hvernig þeir reynast nýjum eigendum bæði sem verðandi minkaveiðihundar eða bara skemmtilegir heimilishundar.

Glófaxi var í essinu sínu í góða veðrinu í dag.Stillti sér eins og vanalega uppá hól og heimtaði að ég tæki mynd af honum .
Auðvitað smellti kellingin mynd af gaurnum en núna vildi fóstra hans fá að sjá meira en venjulega pósu uppá hól.

Hann fékk aldeilis að skyrpa duglega úr hófum og gerði það með stæl á harðastökki.
Og teygir sig sem mest hann má.Núna bíð ég eftir því að einhver sparihryssan mín kasti svo ég geti farið með hana uppí hólfið til hans Glófaxa og búið til eitthvað fallegt, geðgott og viðráðanlegt fyrir gamla giktveika konu hehehehehehe......
Nei"án gríns þá er þessi foli alveg snilld í skapinu.Gerir það sem hann er beðinn um og ekkert múður.

Hér er hann Tangó bróðir hans Glófaxa og nú er bara spurningin þessi,á eigandinn að sitja hann í fyrsta skipti og er mér þá boðið?

Hehehehehe.............Ég sá alveg eigandann í anda í þessari sólksinsskvettu sem Tangó tók og aftur og aftur hentist afturparturinn hátt á loft í gleðinni yfir að vera til.
Hann er sko sami ljúflingurinn og Glófaxi litli bróðir .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296183
Samtals gestir: 34070
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 12:28:45