Heimasíða Ásgarðs

10.05.2007 18:54

Buslu hvolpar dafna vel


Busluhvolpar  hreinlega springa út og er alveg aðdáunarvert hve tíkin er dugleg að mjólka þeim.Hún fær líka að borða uppáhalds matinn sinn sem er hjörtu,nýru og lifur ásamt hráu hrossakjöti.
Þurrfóður hefur hún alltaf hjá sér og nægt vatn.Enda þegir hvolpahrúgan og sefur og sefur megnið af sólarhringnum.
Buslu var svo heitt um daginn að það endaði með því að ég rakaði hana með hestaklippunum og er þetta allt annað líf hjá henni núna.
Hún er farin að vera með mér úti við í verkunum og er afskaplega dugleg að fylgja mér í bæði hesthúsin.


Við fluttum merfolöldin úr stóra hesthúsinu og heim um daginn enda ekki hægt að hafa þau lengur með hestfolöldunum sem eru smátt og smátt að átta sig á vorinu.Þær eiga líka sumar ósköp bágt og hanga við girðinguna hjá Hrók og vita ekkert hvað þær eru að biðja um  ??? Imbra þessi brúna á myndinni er búin að átta sig á því að hún getur stolið sér mjólk úr Glennu sem er ákaflega skotin í Hrók og virðist vera endalaust í hestalátum! Glenna horfir dreymnum augum yfir rafgirðinguna og tekur ekkert eftir því að Imbra er að fá sér ylvolga mjólkina hans Pjakks litla sem horfir stóreygur á mömmu sem gerir ekkert í málunum  hehehehehhe.........

Það er allt á suðupunkti hérna í Ásgarðinum og allar merar í hestalátum og stóðhestarnir uppí húsi alveg að fara á límingunni!
Nú er sá tími sem best er að rífa skaflana undan og þarf ég að ná skeifunum undan henni Rjúpu minni áður en hún slasar systur sína hana Væntingun Hróksdóttur en Vænting er svo mikill slagsmálafíkill að hún kemst engann veginn á eftir traktornum þegar að gefið er því hún slæst svo mikið!!!


Það er allt á suðupunkti hérna í Ásgarðinum og allar merar í hestalátum og stóðhestarnir uppí húsi alveg að fara á límingunni!
Nú er sá tími sem best er að rífa skaflana undan og þarf ég að ná skeifunum undan henni Rjúpu minni áður en hún slasar systur sína hana Væntingun Hróksdóttur en Vænting er svo mikill slagsmálafíkill að hún kemst engann veginn á eftir traktornum þegar að gefið er því hún slæst svo mikið!!!
Ég man ekki eftir því að hafa séð merar slást svona heiftarlega en systur eru systra verstar eða einhvern veginn þannig ekki satt???

Sauðburðurinn gengur vel og ég er hálfsvekkt yfir því að hafa ekki mynd af nýjustu lömbunum á bænum sem komu í gærkveldi á meða ég var að slugsast inná Mánagrund í kaffi.
Ég hafði kíkt á hana Karen (gráa kindin okkar:)í gær milli 18:00-19:00 og var hún bara að borða og hin rólegasta. Milli 23:00-00:00 fór ég aftur að kíkja og viti menn! Var ekki Karen borin og hún sem var alltaf einlemb kom með tvö! Þarna voru komin lítil gimbur og lítill hrússi alhvít eins og pabbinn hann Flanki.Þau hafa hlotið nöfnin Baddi og Brynja .
Flanki hrútur komst ekki til að sjá nýju börnin sín en hann var nýrúinn og ormahreinsaður og búið að koma honum í fjárhólfið þarsem hann emjaði og grét sárann þegar að ég stakk hann af lengst uppí heiði en ég losnaði ekki við hann því hann elti mig bara og vildi ekki vera með hinum hrútunum.Ég kítki svo aftur í hólfið um kvöldið og held ég að hann hafi verið búinn að gráta sig í svefn á milli þúfna eða bara búinn að sætta sig við þetta og kominn í hrútahópinn.Aumingja Flankinn minn að eiga svona vondann eiganda sem vill ekki vera með honum í hólfinu í sumar .
Skrítið  ???
Farin austur með fyrsta hollið af trippum í Reiðholtið.Best að fara á meðan vegirnir eru auðir og allir að glápa á Evróvísion!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296183
Samtals gestir: 34070
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 12:28:45