Heimasíða Ásgarðs

09.12.2006 23:31

Allt að fyllast að hestum:)

Krulla er hætt að vera svona svakalega feimin við mig og get ég náð myndum af henni án þess að hún feli sig alltaf á bakvið hin systkinin sín.Hún er til sölu á 40.000- og bíður spennt eftir því að einhver stökkvi til og kaupi hana .Krulla fer um á skeiði,grípur í tölt og brokkið er að koma.Hún er undan Snæ Keilissyni og Leiru frá Þórunúpi sem er ættuð frá Gunnari á Strönd í Landeyjum.Ég skal pakka henni inn,ekkert mál og setja rauða slaufu á .

Þetta er bróðir Krullu að föðurnum og er líka til sölu á 40.000-.Hann fer um á fallegu brokki með góðri fótlyftu.Stórt og stæðilegt folald sem fæddist í Maí síðastliðnum.Hann er undan Bleik frá Þórunúpi.

Dabba og Svana að óska sér! Sögðu það sama á sömu stundu og þá er óskastund .Jóna og Inga pakksaddar að horfa á.Fullar af sviðalöppum og öðru góðgæti .

Í gær vorum við Hebbi búin á mettíma í verkunum okkar og því við vorum boðin í sviðaveislu til Kollu og Adda.Við kláruðum allt fyrir klukkan 5:00. Gáfum útiganginum,öllum í búinu og skelltum okkur í bað og í betri gallann.Það er ekki lítið sem systur hans Hebba geta hlegið!!!!!!!!!þær eru einn stór brandari í þessum veislum það get ég svo svarið og á endanum var ég komin á innsogið einsog Dabba en við máttum ekki orðið líta á hvor aðra þá sprungum við svo gjörsamlega .Ég hélt ég myndi kafna á tímabili og var orðin hel aum í andlitinu af hláturgrettunum hehehehehehe...........

Nú fara Magni,Doppa hans Finnboga og Stjörnudís að fara heim til eignda sinna en þau verða sótt á morgun.Hmmmmm.........kann einhver góð ráð við að koma þremur stórum og sterkum folöldum um borð  í kerru ef þau ákveða það að láta ekki reka sig um borð???Vinsamlegast tjáið ykkur um það hér fyrir neðan please!

Þessi höfðinglegi stóðhestur kom í morgun og verður hjá mér í pössun.Þetta er hann  Pjakkur frá Garðabæ.Virkilega lundgóður og fallegur hestur í alla staði.Gaman að dedúa við hann í dag.Annar kom með honum og hef ég aldrei séð eins svartann hest áður! Hann er undan Hervari gamla og ekkert smá flottur!

Heyrðu Ransý"værirðu kannski til í að sleppa þessum blossum í smástund á meðan ég er að borða! Ég fer að halda að ég sé í ljósalampa! Aldrei stundlegur friður fyrir camerunni,ég hlýt að vera svona fallegur!

Ég var að reyna að koma einhverju lagi á feldinn á einum ljósum í dag,spreyjaði og burstaði hann allann.Ég skil ekki hvað það er allíeinu mikið af ljósum hrossum hjá mér í vetur! Þau eru orðin 4 leirljós og svo náttúrulega er mikið hvítt í Prinsafkvæmunum sem gerir allann undirburð meiri ef maður er á annað borð að reyna að halda þessum greyjum hreinum.En þetta er allt saman voðalega gaman .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 301237
Samtals gestir: 34996
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 03:43:00