
Í gær fórum við á Grænuhól og heimsóttum Gunnar og Krissu. Þar var frábærlega vel tekið á móti okkur. Krissa fór með okkur stelpurnar í safaríferð og sáum við ca. 200 hestastóð. Sabine og Íris náðu frábærlegum myndum. Við fengum líka að sjá stóðhestana á bænum og voru þeir ekkert slor! Eftir kaffi og kökur var farið í hesthúsið þeirra og sáum við væntanlegar kynbótabombur og eigum við eftir að fylgjast vel með þeim í brautinni í vor.

Síðan fórum við í Reiðholt að skoða hrossin þar og ná myndum af Sóley fyrir Corinnu og fjölskyldu. Það var mjög kalt og sólin að setjast.

Næst fórum við á Ægisíðu III að skoða folöldin hans Hróks. Auðvitað var þarna folald sem við féllum fyrir. Við skýrðum hann/hana Aladdín. Aladdín óð yfir þúfurnar á hágengu yfirferðatölti! Hvað erum við búnar að koma okkur í?
.
Eftir að hafa tekið myndir í ískulda fórum við til Huldu á Hellu og var hún fljót að koma hitta í okkur aftur með capuccino.
Í dag 22.10. fórum við stöllurnar að taka fótlyftumyndir í Ásgarðinum. Það var mjög gaman að sprella í folöldunum og hlupu þau um allt skelfingu lostin
.

Okkur fannst Skinfaxa flottust
. Að öðrum ólöstuðum
.
Gamla rörið mitt hann Biskup var alveg viss um að hann væri líka folald og montaði sig alveg ógurlega!!!!!!
