Heimasíða Ásgarðs

09.09.2006 14:19

Fyrsti stóðhesturinn að koma

Jæja þá gott fólk.Eg nennti ekki að blogga í gær þannig að ég geri það bara í dag.Við erum enn svolítið tuskulega eftir heyskapinn um daginn enda var það alveg svakaleg törn á okkur og ekki var það betra að vera tognuð á handleggnum við það.Ég er loksins núna að lagast og er bara einn putti dofinn af þremur áður og held ég að þetta sé að koma.

Fyrsti stóðhesturinn er að koma að norðan til mín og verður hér í geymslu í vetur.Það var kannski ekki alveg ætlunin að taka strax á hús en hvað gerir maður ekki þegar að fólk er í vandræðum og ég tala nú ekki um svona almennilegt og skemmtilegt fólk einsog þau sem eiga hann Glófaxa hjá okkur.))Þessi foli er nefnilega hálfbróðir hans Glófaxa og hlakkar mig virkilega til að hitta kappann .Ég gerði allt tilbúið í gær fyrir komuna hans og núna er bara að sækja hann Ask Stígandason og koma honum útí stóðhestahús svo sá nýji hafi góðann félagsskap.

Í gær kom kanínukaupandi og verslaði síðustu Loop ungana sem ég má missa frá mér.Það vantaði meira að segja einn uppá en það varð bara svo að vera.Sauðanesvita kanínurnar sem ég sótti norður eru virkilega búnar að sanna sig sem mjög frjósamar og duglega mæður.Kannski full frjósamar en þær hafa verið að koma með 9-10 unga í goti sem er óþarflega mikið.Í dag og á morgun eiga nokkrar kanínur að gjóta og eru þær búnar að gera flott hreiður í kassana sína og reyta sig.

Ég er farin að halda að ég hafi hlaupið á mig þegar að ég sagði að einhver hefði hent út kanínuunga hér um daginn en Tara og Skvetta eru alveg brjálaðar núna undir járnplötum niður við hesthús og er alveg næsta víst að þar er annar kanínuungi á ferð! Þannig að kanínurnar sem ég sá lausar við Hafurbjarnarstaði og voru búnar að dreifa úr sér og gjóta um allt á Kolbeinsstöðum er líklegast að flæða yfir okkur núna hérna í Ásgarðinum:( Þetta er slæmt mál fyrir mig að fá villtar kanínur hér um allt í kringum kanínubúið mitt.

Það eru margir að spá í hvernig hófurinn að henni Orku lítur út í dag.Orka er merin sem sést í Myndaalbúminu undir "ýmislegt sem skeður á bænum"og er Egill dýralæknir búinn að skafa hófinn upp til að komast í veg fyrir gröft og lítur hófurinn út einsog klauf á belju.Orka hefur það fínt hvað varðar fótinn og hófurinn er að verða einsog venjulegur hófur og allur gröftur á bak og burt.En hún missti tvíburafolöld í sumar og líklegast hefur eitthvað skeð með mjaðmagrindina í henni því þegr að hún hleypur þá setur hún vinstri afturfót út til hliðar á hlaupunum en samt getur hún skellt rassinum í næstu merar og slegist án þess að finna til að manni virðist.Annað sem ég er ekki sátt við er það að hún gengur alltaf upp hjá stóðhestinum og virðist ekki festa fang,þannig að það er spurning hvað á að gera við hana blessunina.

Farin út að vinna gott fólk .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 306
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 2545
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 294105
Samtals gestir: 33739
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 20:26:55