Heimasíða Ásgarðs

07.09.2006 00:03

Góður dagur og gestagangur

Þau geta verið svolítið fyndin þessi folöld þegar að fullorðið hross nálgast þau:) Fara að kjamsa alveg ógurlega og það skín úr augunum á þeim,vertu góð(ur) við mig.Hér er hann Þór Ögrasonur að kjamsa við hann Hrók.

Þetta var frekar rólegur dagur og hinn skemmtilegasti.Deidrie kom og Helga Skowronski og auðvitað var gengið á milli hólfa og hross skoðuð og metin.Einsog endra nær þá vakti Dímon Glampasonur mestu athyglina en hann var voðalega stillur í dag og kippti engum buxum niður um gestina í dag:))Hann var látinn hlaupa svolítið og sýna mont takta og var hún Helga sammála mér í því að folinn er óvenjulega þroskaður og minnir margt um hann Hágang bróður sinn frá Narfastöðum.Hún meira að segja sló sér á lær og skammaðist yfir því að hafa haldið öllum merunum sínum í sumar:)) Það verður virkilega gaman næsta vor að sjá hvað kauði gefur okkur.

Ég var svo dugleg í gær í kanínuhúsinu að það hálfa hefði verið yfirdrifið.Enda veitti ekki af eftir að hafa verið í heyskap alla síðustu viku og gaf ég mér varla tíma til annars en rétt henda heyið í þær greyin.Mín fór að smúla stéttar og þegar að ég er á annað borð byrjuð að sulla þá get ég ekki hætt.Ég smúlaði og smúlaði og á endanum náði ekki slangan lengra og gemsinn hringdi (getur það verið!) Þá hætti ég loksins og labbaði heim.Já"þið lásuð rétt,nú labba ég alveg einsog ég get til að verða ekki skilin eftir einhverstaðar í Fagradalsfjallinu í leitunum hehehehe.

Í kvöld fór ég í göngutúr með Töru gömlu og Skvettu sem er dóttir hennar Buslu.En fyrst baðaði ég þær og gerði fínar en það tók því víst ekki því þær voru ekki lengi að stökkva útí sjóinn að sulla.Skvetta er svo dugleg að synda og sækja hluti útí sjó og er ég hæst ánægð með það því að þá getum við sent hana eftir mink sem er að reyna að stinga af í vatni.

Buslufréttir.

Það á ekki af tíkinni minni að ganga.Fljótlega eftir að teinarnir voru teknir úr fætinum á henni þá gaf beinið sig aftur og er hún þá enn fótbrotin.Þessi elska liggur bara á teppunum sínum og skröltir út af og til til að gera stykkin sín.Á morgun á að gera aðra aðgerð á henni sem er sú aðgerð sem ég hélt að væri alltaf gerð við svona beinbrot en núna verður teinaðferðinni ekki beitt heldur á að gera þetta almennilega og setja plötu og bolta beinið saman.Mig hálfkvíður fyrir þessu fyrir hönd tíkarinnar en hún stendur sig einsog hetja sú stutta og er afar stillt og þolinmóð við þessar mannverur sem eru alltaf að krukka í skrokknum á henni og hún er sem betur fer gengin róleg og stillt með afbrigðum þannig að þetta á allt saman að verða betra núna.Sendið okkur góða strauma í fyrramálið gott fólk .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 262
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285494
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:29:12