Heimasíða Ásgarðs

03.02.2006 23:58

Klikkað að gera

Jæja gott fólk.Þá er að rifja upp dagana og reyna að koma lagi á þetta blogg mitt.Síðsta sem ég man að ég gerði um daginn var að ég gaf útiganginum heyrúllur og voru tíkurnar Busla og Tara duglegar að hjálpa mér við að verja rúllurnar á meðan ég náði af þeim böndunum.Reyndar var hún Busla svo dugleg við fyrstu rúlluna sem ég vanalega rúlla út svo að allir komist að og ég fái frið við þær næstu að hún varð undir henni!sem betur fer var ekki frost í jörðu og Busla greið hefur pressast duglega ofaní jörðina þegar að 300 kílóa rúllan pressaði hana niður.En hún kveinkaði sér ekki einu sinni heldur stóð bara upp og hristi sig.Ég held að tíkin sé úr stáli.

Loksins tókst mér að þrífa kanínubúrin vel og vandlega og setti ég inn hálm hjá þeim og gaf hressilega af heyi í heygrindurnar.Ég er að keyra salinn upp með fóðri og ljósi núna til að geta farið að para fyrstu dýrin.Núna er ég að prófa fóður sem að kona ein góð sagðist gefa sínum dýrum og er uppistaðan í Því korniBygg,maís og melassi.Vonandi spretta þær upp og fara að beiða en það gera kanínur.Kettir breima hunda lóða kindur blæsma kýr verða yxna og hryssur fara í hestalæti.Man ekki hvað ég geri:)))))

Síðan fórum við Hebbi næsta dag eftir kanínusalþrifin í bæinn og keyptum fóður og aftur fóður.Fóður og steinefni fyrir folöldin,fóður fyrir hænur og fashana hvolpafóður bæði þurrfóður og dósir og svolítið af mannafóðri í Bónus handa okkur.Meira að segja keypti ég mér gegningarskó sem hægt er að nota sem góða gönguskó líka.en það sem stóð uppúr eftir þennan dag var að við fórum bæði loksins til Gigtarsérfræðings og fengum fyrstu greiningu á öllum þessum verkjum okkar hjónin.Bæði erum við með gigt en Hebbi þó alvarlegri en ég aftir fyrstu rannsókn.en þetta kemur allt saman betur í ljós á mánudaginn en þá förum við í röngenrannsókn til að staðfesta þetta endanlega.Ég var svo óþekk hjá lækninum að hann sprautaði mig í (næstum í rassinn)í bakið og þá varð ég aftur stillt og þæg hehehe.Minnsta kosti þá var ég alltönnur manneskja í dag og alveg verkjalaus með öllu og það hefur ekki skeð í mörg ár og veit ég eiginlega ekki hvernig ég á að vera!Það er svo skrítið að hreyfa sig án verkja og kann maður það ekki almennilega og er alltaf í vörn með allar hreyfingar því maður býst við verk hér og þar.Núna verð ég eftir örfáa daga á þessum gigtalyfjum eflaust komin upp um allt og yfir allt og Hebbi greyið verður verður að hafa mig í bandi.

Í dag skelltum við okkur í Kópavoginn nánar tiltekið uppí Gust í Kópavogi með Orku og Hring til dýralæknis.Hringur hefur verið að kvarta eitthvað og verið eitthvað ekki einsog hann er vanur að sér og þá náttúrulega fer maður með hann til dýralæknis sem að skoðaði hann í krók og kima.Eftir mikil hlaup hjá mér fram og til baka þá komust við að því að hann var bara marinn í hófbotni og þarf að fara á sérstaka járningu og botna.Það er hið besta mál og Tinna fær hann aftur til sín svo að hún geti stefnt með hann á úrtökuna fyrir Landsmótið í vor.Svo var Orka greyið röngen mynduð og sást enginn aðskotahlutur í hófnum á henni en Egill Dýralæknir skóf hófinn næstum í tvennt og núna lítur hún fyrir að vera klaufdýr en ekki hófdýr.Merin stóð sig einsog hetja ódeyfð með öllu.En það var meira en þetta sem gert var við Orku,hún var fylprófuð og er fylfull sem ég þóttist vita eftir mínar fylskoðanir:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 296998
Samtals gestir: 34177
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:04:19