Heimasíða Ásgarðs

21.01.2006 23:58

Dugleg í dag

Mikið agalega vorum við Hebbi minn dugleg í dag.Vorum að smíða og sjóða útí hesthúsinu okkar stóra.Ég jagaði sundur járnplötur á veggina og Hebbi sauð upp nýju stíuna hans Hróks.Hann verður að fá nýja stíu ekki seinna en strax áður en hann sturtast úr hinni vegna mikils úrgangs frá honum.Hann fær svolítið vel að éta klárinn enda stór skepna og þarf mikið.Á morgun á svo að klára og reyna jafnvel að mála líka! Fínt skal það líka fyrir pungana fjóra hans Agnars og svo fer hann Fönix að koma úr "hestaháskólanum" frá Agnari í Gusti.Þá verður allt að vera fínt og flott svo að Fönix fari ekki bara að heiman eftir svona fína vist hjá Agnari.

Nú erum við bóndi minn búin að þróa hollan og góðan ís fyrir Ísvélina góðu.Ef að þið hafið áhuga á uppskriftinni þá læt ég hana fljóta hér með. 2 Bananar-1 lítill poki Kasjú hnetur 1 dós Bio jarðaberja jógúrt-8 Döðlur-2 dl Kókós mjólk-2 dl Sojamjólk.Setja allt saman í blandara og blanda vel saman.Skella þessu í ísvéilna eða einfaldlega setja blönduna í box og í frysti.Það er hægt að blanda saman nánast öllu mögulegu sem manni dettur í hug og hægt er að frysta.Mér fannst þessi blanda svo góð að ég varð  að blogga henni:))))

Ég var í dag að hugsa meðan ég var að vinna í hesthúsinu mínu ýmislegt um hesthús og innréttingar.Flest byrjuðum við í kofum hingað og þangað og var oft mikil stemning í kringum hestamennskuna.Ég byrjaði mína hestamennsku í Húnavatnsýslunni nánar tiltekið á Kagaðarhóli 11 ára gömul.12 ára var ég í Gusti,13 ára í Blesugrófinni,14 ára í Fjárborg ,15-16 ára í Turner bragganum hjá Sigtryggi Yfirlögregluþjóni.Aftur í Gust og þaðan í Fjárborgina.Næst þræddi maður húsin á Mánagrundinni svo í hesthúsin í Innri-Njarðvík og aftur á Mánagrundina.Þaðan lá leið mín í kofann "minn"í Garðinum og þar leið mér voðalega vel og hestunum mínum líka.Það endaði svo með því að ég eignaðist mitt eigið hesthús í Ásgarðinum fyrir um 8 árum síðan.Það eru ófá handtökin í öllum hesthúsunum og hesthúskofunum.Ekki hefði maður viljað missa af allri þessari lífsreynslu og öllum þessum ævintýrum í kringum hestastússið allt saman.Þó hefði ég viljað sleppa við það þegar að ég labbaði sem oftast frá Breiðholti og uppí Fjárborgina en eitt sinn þá var ég að stytta mér leið yfir Elliðaárnar á ís og var ég næstum dottin í gegn þegar að hann brast undan mér.Ég var einsog köttur og náði að komast yfir næstum þurr í fæturnar.Allt þetta labb og brölt bara til að komast í snertingu við hestana og fá að skreppa á bak.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295337
Samtals gestir: 33940
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:24:17