Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2006 Desember

03.12.2006 22:04

Vinna, sofa, éta........

Við Silfri erum búin að sofa frameftir öllu og nú var nóg komið.Hvað mig varðaði þá fékk ég litlar hvítar við svefnveseninu en Silfri heldur bara áfram að sofa borða og leika sér .Ohhhhhh......hvað það væri nú gott að vera hann Silfri og fá bara að sofa þegar að mann hentaði .Nei"þetta var bara ekki að ganga,ég var grútsyfjuð á kvöldin og lagðist á koddann og var farin í verkin fyrir næsta dag í huganum og fattaði svo að ég var orðin uppspennt og vitlaus .Það er alveg óþolandi að lenda í svona vítahring og veit ég að margir kannast við þetta vandamál.Mér finnst ágætt að geta vaknað í birtingu og farið út að vinna eftir kaffi og smá tölvupóst lestur.Dagurinn er svo stuttur núna að það er alveg hrikalegt.Í dag rétt sluppum við fyrir myrkur við að gefa útiganginum.

Stellu-Blesi og Silfri eru alltaf í leikslag.Biskup er hættur að þurfa að "slást" við hann og held ég bara dauðfeginn sá gamli.Hann vill helst bara spretta úr spori og éta svo á sig gat.Hann er lítið fyrir að leika sér enda kominn af léttasta skeiðinu.Í dag var hann sko á sínum stað rétt fyrir neðan íbúðarhúsið og tilkynnti að það vantaði rúllu.Hann lætur alltaf vita ef það er td vatnslaust eða heylaust.Það er voðalega þægilegt að hafa hest sem er svona hugsandi og hefur það komið sér oft vel.

Hér eru vinirnir Tangó og Biskup að athuga hvort þeir fái ekki rúllu og auðvitað var stokkið eftir trakornum og gefið öll hólf.Reyndar var Hebbi að mestu einn við það í dag því ég var að umbreyta nokkrum kanínum í Jólasteikur .Það rignir yfir mann kaupendum að kanínum og núna held ég að ég eigi ekkert eftir til að selja.Ekki nema gömul dýr sem eru hætt að skila af sér arði og nú verð ég að taka mig á og láta þau hverfa.Ég held of lengi í þau og uppsker þarafleiðandi ekki eins og ég gæti.Þarna mætist í mér borgarbarnið og svo bóndinn .

Hér er hann Gassi Glæsissonur frá Framtíðarræktun http://blog.central.is/framtidar/

Hann er orðinn risastór einsog Glæsir faðir hans og ekkert smá líkur honum.Það verður gaman að para hann saman við Sauðanesvitalæðurnar og svo á ég aðrar verulega flottar með lafandi eyru handa honum að do doa með .Hann fékk að fara í stóru stíuna í gærkveldi og það var svakalegt stuð á honum að merkja allstaðar og grafa.Það gekk náttúrulega ekkert að grafa því það er net allstaðar í botninum hehehehehe......... enda ekki vanþörf á! Nú er bara að vona að hann geti parað þessar dömur þrátt fyrir að það sé hvíldartími á þeim núna og mikið myrkur þessa dagana.Hann getur minnsta kosti æft sig með þessum dömum .

Valur er á leiðinni að norðan með folöldin okkar Sabine og 2-3 sem eru óseld.Mikið hlakkar mig til að sjá gripina en þeir lofa víst góðu.Ég ætla að taka myndir af þeim strax við komuna og skella hér inn.Ég er alltaf að ná betri og betri tökum á nýju camerunni og sérstaklega eftir að Íris sagði mér að hækka ISO -ið upp en þá koma minnsta kosti nærmyndirnar fallegri en ég er enn að vandræðast með myndir sem teknar eru af hrossunum td á hlaupum.Þær eru ekki nógu skýrar og verð ég að fá einverja hjálp held ég við að læra betur að stilla cameruna fyrir það.

OG ekki má gleyma því að Black Beauty er kominn í lag! Raggi er alger snilli,rífur trukkinn bara í tætlur á no time og fixar þetta og hitt og allt komið í lag .Hvað gerði maður án Ragga?Ég er helst á því að maður þyrfti þá bara að LABBA hehehehehehehe.........Á morgun skellum við okkur austur að sækja Blakkinn og þá verður allt einsog áður,stöðugir hestaflutningar,brauðflutningar og ég kemst til að ná í sagið til hennar Sigrúnar í Gusti! Loksins.........segðu .Og og og og...... ég ætla að gera svo mikið!!!!!!!!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535958
Samtals gestir: 57123
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 18:13:25