
Ronja aðstoðaði mig við að kíkja undir eitt gras að gamni
Við Ronja Rós vorum komnar út í fyrra fallinu og hleyptum út hænunum,kíktum á lambhrútana sem nú eru reyndar orðnir að sauðum eftir að þeir voru geltir um daginn.
Hólý Mólý og Litli Valur eru hinir hressustu og virðast ekki muna eftir neinu enda voru þeir steinsofandi á meðan á þessum aðgerðum stóð.
Eftir að við vorum búnar í morgunverkunum fórum við í að gera klárt fyrir flutninginn á gróðuhúsinu en ég fékk þá hugmynd að drífa í að rífa út gömlu hellurnar og dýpka það aðeins og láta helluleggja uppá nýtt allt gólfið með stórum gangstéttarhellum sem við eigum.
Gamla hellulögnin er orðin svo sigin og leiðinleg og núna höfum við góðan tíma í að gera þetta.
Næst æddum við Ronja niður í matjurtakörin niður við hesthús og gróf ég upp kirsuberjatréð mitt af tegundinni Sunburst en hún fær engann frið þar utandyra fyrir vindi og veðrum auk þess sem fuglarnir náðu þessum örfáu kirsuberjum sem komu í haust.
mér tókst að drösla því uppá pikkupinn og inn útfrá þarsem hebbi og Boggi gerðu fyrir mig snilldarinnar gróðuhús þarsem ég fæ frið fyrir öllu veðri inni við með plönturnar mínar.
Þar kom ég trénu í stóran stamp og vökvaði svo vel.
Ég var svo heppin að fá gefins kirsuberjatré um daginn sem kallast "Sætsúlukirsi "Helena" og standa þessi tvö núna hlið við hlið í sitthvorum stampinum.
Eldaði snemma,lax með kartöflum og miklu smjöri!