
Þá er búið að saga dilkana og koma þeim ofaní kistu fyrir veturinn.Við ákváðum í ár að saga allt alveg niður þannig að engar stórsteikur verða í ár enda erum við bara tvö í heimili.
Lærin fóru því öll í lærisneiðar,hryggirnir í einrifjur og frampartarnir í grillsneiðar og súpukjötsbita og bitasteik/togarasteik.
Grillsneiðarnar voru forkryddaðar með hvítlaukskryddi sem keypt var hjá Samhentum Garðabæ.
Af fullorðnu tókum við lundir og file sér sem við kryddum með heimaræktuðu timian og rósmarín.
Restin var hökkuð og hluti af hakkinu breyttist í hamborgara sem gott er að grípa á þegar að mikið liggur við.
Dóttirin gerði það gott og breytti slögunum í dýrindis rúllupylsur og einnig hakkaði hún þau niður og forsteikti bollur sem hún frysti svo.