Heimasíða Ásgarðs

22.02.2017 23:03

Súrdeigs dellan mikla


Brauðkind
Nú er enn ein dellan búin að grípa mig og það er súrdeigsbrauðgerðar dellan.
Ég fékk súrdeigsmóður hjá góðri konu og í gær eignaðist ég keramik disk sem er í raun pizzasteinn en með honum fylgdi pizzahnífur og risastór spaði sem mér datt í hug að væri frekar til að rasskella óþekka krakka eða einhvern sem óþekkur er.

Nú ég smellti mér í gær í undirbúninginn og með hjálp you tube og Kitchen Aid hrærivélinni minni varð til þetta flotta brauðdeig sem lyfti sér með látum.
Svo var næst að slá það saman aftur og láta það hefa sig á hlýjum og góðum stað yfir nótt.Setja plast fyrir skálina svo að deigið tapaði nú ekki rakanum.
Þetta gerði ég svo samviskusamlega að aumingjans brauðdeigið leit út eins og það hefði lent í stórátökum við plastið um nóttina (sem það gerði reyndar) og var það eins og fangi í spennutreyju.

Nú ég bar mig bara vel og hélt áfram með þessa deigklessu mína og var nú að reyna að biðja hana afsökunar á þessum mistökum mínum í von um að deigið myndi sína smá líf.

Allt kom fyrir ekki en inn fór klessan á nýja fína pizzasteininn og ég krossaði putta og eftir 30 mínútur kom ilmandi brauðið útúr ofninum.
Það leit út fyrir að vera afkvæmi einhvers sem hefði átt að verða pizzubotn og brauðhleifs,semsagt mitt á milli,hálfgerður brauð bastarður.

En ilmurinn af þessu var góður og mjög stökk skorpa þannig að eitthvað tókst!

Svo kom að því að skera pizzubotnahleifinn en líklega hefði vélsög gagnast betur við verkið í stað brauðhnífsins.
Ekki tók betra við þegar að tyggja átti herlegheitin.
Við hjónin þjösnuðumst við að tyggja og gátum ekki talað neitt við hvort annað á meðan.
Stökkt að utan og seigt að innan.
Þetta var sannkallað haltukjaftibrauð og við erum enn ekki farin að geta talað saman fyrir harðsperrum í kjálkunum.

Framhald á morgun í súrdeigsbakstrinum því ég gefst ekki svona auðveldlega upp sko!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1334
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537714
Samtals gestir: 57197
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:32:11