Heimasíða Ásgarðs

20.02.2017 22:23

Fjárhús partý hjá kindunum



Hebbi minn var ekkert glaður maður í dag þegar að hann kom í fjárhúsið.
Við sem skildum svo fallega við allt í gær og allt var svo fínt og ný ilmandi rúlluð opnuð og svo bara var partý í alla nótt!

Það gleymdist að loka einu hliði og þær voru ekki lengi að átta sig á því kindurnar og streymdu þær frammá gang og dönsuðu stríðsdans í kringum rúlluna,tættu hana niður og skitu og migu í hana.
Trilluðu sér svo inn allan gang og skitu meira og lögðu sig og voru svo ekkert nema brosið og ropið þegar að kallinn kom í fjárhúsið að gæta að þeim.

Ekki nóg með það þá voru þær búnar að rífa niður kaðla og dót og dreifa um allt og skoða allt sem nef þeirra náði í dæssssssssss..................

Þetta er ekki í fyrsta og líklega síðasta skiptið sem þetta gerist.

Jæja,ég þreif og tók til eftir þær og kallinn gaf út tvær rúllur í kindahólfið og svo gáfum við útiganginum líka.

Allir sáttir og sælir og við komumst heim á skikkanlegum tíma í fréttir og mat þrátt fyrir ævintýri dagsins í fjárhúsinu.

Öll hin dýrin á bænum voru til fyrirmyndar...............skrans...............!

Nei nei nei hvaða vitleysa!


Englavængur

Endurnar voru reyndar líka með óþekkt,þær hafa verið að koma inn síðustu 3 daga haltrandi og með siginn rass og ekki borðað neitt voðalega vel fóðurskammtinn sinn.
Ein kellan lét bera sig inn og það munaði litlu að það þyrfti að bera hana út líka á morgnana.



Svo allt í einu kveiknaði á perunni hjá kallinum,hann strunsaði útí gerðið þarsem aligæsirnar fá sitt daglega brauð og viti menn!
Endurnar voru búnar að átta sig á leiðinni þangað og átu á sig gat og sér til óbóta.
Þær þola illa mikið brauð og þá sérstaklega Pekin endurnar en þær virðast verða haltar og skakkar af of miklu brauðáti blessaðar.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1334
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537714
Samtals gestir: 57197
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:32:11