Heimasíða Ásgarðs

30.11.2016 12:35

Fréttir úr hænsnakofanum Ásgarði


Hitti Fröken Killer í dag í gegninum mínum og átti hún ekki til orð yfir ósköpunum sem dynja yfir kynsystur hennar og frænkur.

Killer spurði mig hvað yrði gert við öll brúneggin sem færu ekki í búðirnar?
Ég sagði við hana að vonandi fengju þau að fara inná heimili þar sem þeirra væri þörf því ekkert væri að eggjunum.
Kannski myndu umráðamenn eggjanna gefa þau frá sér í stað þess að farga þeim.
Það fannst Killer sniðug lausn.
Kannski myndu umráðamenn eggjanna jafnvel líða betur í hjartanu ef þeir gerðu það.
Killer elti mig á röndum á meðan ég vatnaði,gaf fóður í dallana og bar sag gólfið.
Eitthvað brann á gogginum á þessari litlu brúnhænu sem hingað kom eftir mikið blaðaumtal en hún fékk aðeins að kenna á því á forsíðu DV en er nú búin að jafna sig á öllu ljótum kommentunum sem hún fékk.

En hvað verður gert við allar brúnhænurnar spurði hún og saug uppí nefið/gogginn og horfði upp til mín.

Það var fátt um svör hjá mér,hvað átti ég að segja við þesssa litlu saklausu brúnhænu sem varla skilar eggi hér en skilar bara öðru í staðinn einsog skemmilegum samræðum.

Heyrðu Killer mín,ég held að haninn úti hafi fundið eitthvað gómsætt útá haug og hann er alveg ábyggilega að kalla akkúrat nafnið þitt núna!

Killer þaut út um leið með stélið sperrt en einn unghaninn hann Aðalsteinn hefur verið að stíga í vænginn við hana síðustu dagana og hún afar spennt fyrir honum þó hún vilji ekki beint viðurkenna það.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 831
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 592008
Samtals gestir: 59666
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 11:37:33