
Myndafyrirsæta dagsins er hann Bono gestahestur á kafi í rúllu í dag
Frekar kalt en stillt veður úti og gaman að anda að sér góða loftinu og vera útivið.
Kallinn gramsaði sem mest hann mátti eftir hinu ýmsu dóti inná
verkstæði á meðan að ég fór með járnkarl og braut klakann ofanaf vatninu
hjá gestahrossunum.
Þau fá vatn úti
núna en ekki í hesthúsinu en við urðum að loka fyrir vatnið þar vegna
þess að rör gaf sig og vatn flæddi um allt.
Mikill gestagangur í dag,fyrst komu hingað hestakallar og lítil dama með hest í kerru.
Næst komu þær systur Hebba Jóna og Kolla skoppandi og inn fórum við í
kaffi og meðlæti sem samanstóð af allskonar öðru en jólamat sem maður er
búinn að fá uppí kok af.Það er altaf gaman að fá gesti og mikið
spjallað um liðna tíma og liðið fólk en bókin sem Krissa dóttlan mín gaf
Hebba í Jólagjöf var dregin fram og auðvitað voru eyðibýlin skoðuð í
krók og kima þarsem forfeður/mæður höfðu búið á.
Síðan drifum
við okkur í útihúsin og það leið ekki á löngu þartil að næstu gestir
ráku inn nefið og auðvitað voru þau dregin fram og aftur að skoða
kindur,hesta og fugla.
Aftur inní kaffi eftir að gegninum lauk með gestina og þau voru rétt farin þegar að næsti barði að dyrum.
Við erum ekki vinalaus hér í sveitinni okkar:)
Takk allir fyrir innlit og útlit.