Heimasíða Ásgarðs

27.12.2013 00:21

Útigangi gefið og gestahross



Gáfum útiganginum og einnig 4 nýjum gestahrossum sem verða hér í stuttan tíma og verða þau við hesthúsið svo hægt sé að kippa þeim inn áður en flugeldalætin byrjar á Gamlárskvöld.

Settum líka inn rúllu í hesthúsið svo þau hafi nú eitthvað að maula á og svo munu þau hlusta á eitthvað kósý í útvarpinu þá nótt og hafa ljós hjá sér.

Aðal stóðið fékk bara tvær rúllur núna og gerðum við annað hólf tilbúið með 3 rúllum fyrir Gamlárskvöldið og það eina sem við þurfum að gera er að opna eitt hlið og hleypa þeim yfir,þægilegra verður það ekki og sparar rúnt á traktor í snjónum sem á að fara að kyngja niður um helgina og eftir helgi.

Ég var nú eiginlega að átta mig alveg á því í dag eftir 16 tíma svefn að ég er búin að vera drulluveik yfir hátíðirnar,var búin að gleyma því hvernig var að vera ekki veik.
En ég er komin á lappirnar og er að fá aftur styrk og það er bara gaman:)

Fengitíminn í fjárhúsinu ætti að vera að líða undir lok en núna kemur það í ljós hvort að dömurnar gangi upp eða ekki á næstu 14 dögum eða svo.

Fyrstu kindur fengu við hrút þann 14 desember fyrir utan eina sem var svo sniðug að troð sér undir hann Fána þarsem hann var bundinn og náði hún að fá sér gott í kroppinn og hefur ekki gengið upp mér vitandi.

Maður verður þá byrjaður á sauðburðarvakt yfir einni kind seinnipartinn í Apríl einsog ég ætlaði mér allsekki að gera.
Hinar ættu svo að byrja viku af Maí en þá er orðið svo miklu bjartara og hlýrra en í Apríl.

Við hjónin fengum okkur fish and chips í kvöld og var það alveg yndælt eftir allan hátíðarmatinn.
Auðvitað er maður búinn að ég á sig óþrif eða næstum því og gott að fá eitthað léttmeti í belginn.



Annars er allt voða gott og við bara í þessum venjulegu gegningum daginn út og daginn inn en það er frekar rólegt núna og ekki mikið um aukaverkefni á þessum árstíma.

Gestahross eru jú að streyma að en hér eru nokkur pláss laus fyrir gestahross í vetur (einnig styttri tímabil) og nóg hey þannig að ef þið viljið fá pláss fyrir gæðinginn/ana þá er bara um að gera að hafa samband:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535980
Samtals gestir: 57123
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 18:42:03