Heimasíða Ásgarðs

10.12.2013 00:05

Kláruðum að ormahreinsa stóðið



Í dag fékk ég góða hjálp við að klára að ormahreinsa stóðið en folöldin geta alveg staðið í manni þegar að maður er einn að þessu.
Boggi og Eygló komu einsog hendi værir veifað og kláruðum við trippin og gelddótið og svo voru folöldin tekin í restina.
Fullorðnu hryssurnar kunna þetta allt saman utanað og sumar eru farnar að hrifsa með munninum í sprautuna til að ljúka þessu af sem fyrst.
Ein gerði sér lítið fyrir og beit framan af sprautunni en puttarnir á mér sluppu.
Næst voru það folöldin og rákum við tvö og tvö saman uppá tökubásinn góða inní hesthúsinu.
Þarna vor allavegana útgáfur af folöldum sem að sprikluðu svolítið og reyndu að malda í móinn og svo önnur sem fóru að hrína af hræðslu þegar að þau áttu að opna munninn og taka við ormalyfinu.Mikið agalega geta þessi grey orðið hrædd og að heyra folald hrína stingur mann í gegnum hjartað.Það mætti halda að þessu grey hafi ímyndað sér logandi heitt grillið handan við hesthúshornið!
En takk innilega elsku Boggi og Eygló,þið eruð alveg ótrúlega bóngóð og yndislegt fólk :) !

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 661
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1459
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 593297
Samtals gestir: 59693
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 02:05:46