Ég tók hrossin heim í dag og tók þá
félagana Lúxus og Nóa úr og gaf ormalyf og skutlaði þeim svo uppá
hestakerru og ók þeim uppí stóðhestahús. Nú er Hrókur ekki lengur
eini hesturinn í húsinu með kindunum og það verður mikill munur að geta
haft þessa tvo fola þarna til að tuskast í honum gamla og hreyfa hann
aðeins til. Við Hebbi minn gáfum svo öllum að borða og settum hann
Fána í krónna hjá kindunum að leita en það var einungis ein núna blæsma
en það var gimbur frá í vor sem á ekki að fá hrút heldur stækka og verða
að veglegri kind. Fáni efstur á vinsældarlistanum um daginn :)
Fáni er orðinn mikið meira taminn og gaman að honum. Bíður alveg rólegur á meðan að Hebbi setur á hann strigavörnina og dillar dindlinum af og til en hann elskar allt klapp og klór. Eftir gegningar uppfrá þá fór ég niður í heimahesthús og kallaði inn nokkrar merar og ormahreinsaði þær og snyrti taglið á þeim fyrir veturinn. Það léttir á morgundeginum en þá ætla ég að klára að gefa inn ormalyf og opna fyrir þeim inná vetrarhagann. Ég
var búin með 8 stykki þegar að síminn hringdi en það vantaði hrút til
láns í eitt fjárhúsið og auðvitað var Fáni leiddur uppá kerruna hjá
maninum og núna er hann alveg örugglega alsæll með sig án nokkurra varna
að búa til lömb. En meðan að ég man þá ormahreinsaði ég: Rjúpu Stórstjörnu Hyllingu Lotningu Fjalladís Von Eðju Mist
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.