Heimasíða Ásgarðs

06.12.2013 23:02

Hitnar í kolunum í fjárhúsinu


Það er ansi hreint erfitt að vera hrútur í Ásgarðinum í dag.

Maður er einsog smákrakki í dótabúð og má bara horfa en ekki snerta dæsti hann Fáni Borðason!

Aumingja Fáni er búinn að leita að tilkippilegum dömum fyrir mig síðustu dagana og ég færi þær inná dagatalið sómasamlega svona til að auðvelda mér eftirleikinn þegar að byrjað verður að hleypa til hér.
Fyrst var ég með hann í bandi og kenndi honum að teymast og það er komið svona nokkurn veginn hver ræður stefnunni og hraðanum.Stundum er hann fullviljugur áfram eða leggst bara niður!

En allt er þetta að koma og nú er hann hann hættur að henda sér niður og er farinn að þekkja rútínuna.
Var bundinn fastur inni hjá dömunum sem tróðust hver um aðra þvera að komast að honum.
Hermína var nú svo lúnkin og áköf að hún og Fáni sneru aldeilis á kellinguna og sveindómurinn fauk útí buskann fyrir augunum á mér áður en ég gat brugðist við!
Of langt í spottanum og ég ekki á verði.............!

En svo kom til mín lítill ljóshærður fugl og hvíslaði að mér þægilegri aðferð fyrir alla aðila sem ekki á að bregðast ef rétt er farið að.

Fáni var tekinn útúr stíunni sinni í dag og settur á hann strigapoki sem getnaðarvörn og var svo sleppt í og dömurnar í ullarpilsunum misstu allt niður um sig og tróðu hann næstum niður.

Aumingjans Stóri Stubbur minn og Melur frá bara að horfa á lætin í gegnum rimlana úr sinni stíu og svo fá þeir hetjusögurnar þegar að hann Fáni kemur tilbaka,held að hann segi þeim nú kannski ekki alveg satt stundum og stórýki á köflum í kvennamálunum.

En til að týna ekki dögunum hjá dömunum þá ætla ég að setja þá hér inn fyrir augun á alþjóð því ég er svo fljót að fletta þeim upp hér eða láta fletta þeim upp fyrir mig ef ég er ekki nærri tölvu.

 30 Nóv-1 Des Bondína
1 Des Bondína 2023-2003
2 Des 2003-
3 Des Brynja B-Gráhyrna-1017
4 Des Hermína-1028-Sibba Gibba
5 Des 1028-Heba-Kráka-Sibba G -2011
6 Des Rifa - Kráka - 9007
7 Des 9007-Rifa
8 Des
9 Des
10 Des
11 Des
12 Des 2005 (Frekja)
13 Des

Ballið byrjað með ullarpylsaþyt:)

14 Des Fáni fékk 2034 (Rita)
14 Des Stóri Stubbur fékk Forystu og Evru.



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 919
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1459
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 593555
Samtals gestir: 59695
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 02:49:01