Rok og leiðindi í veðrinu þannig að ekki var maður mikið í útivinnu í dag. Hleypti kindunum og Hrók út og færði svo hrútana svo ég gæti lagað pallinn þeirra sem var að sökkva ofaní taðið.Það er svo hátt að hoppa úr stíunni þeirra að þeir fengu pall blessaðir svo þeir skrapi nú ekki undan sér dingalingið sem verður að vera í lagi núna í Desember. Bondína 007
Fyrsta kind blæsma og er það jafnframt elsta kindin í húsinu hún Bondína gamla sem er á 9 ári.Hún var búin að standa á öndinni og var jarmandi útí eitt og leit varla við heyinu svo ég setti spotta í hann Stóra Stubb og leiddi inn.Bondína missti gjörsamlega niður um sig ullarpilsið og dillaði dindlinum framaní hann og í látunum við að loka hliðinu á eftir mér þá missti ég lambhrútinn og hann æddi af stað og þóttist nú alveg vita hvað hann ætti að gera! Kráka Svarthyrndóttir
Stökk uppá hana Kráku og ég rétt náði í spottann og kippti honum til mín.Kráka uppáhalds kindin hans Hebba á ekki að fá við þessum hrút heldur litahrút sem er væntanlegur einhverntímann síðar þegar að um hægist hjá honum. Það væri kannski ráð að vera með nýja lambhrútinn hann Fána í spottanum því það væri í lagi ef að slys skildi verða og hann næði að lemba. Þetta er allt saman eftir uppskriftinni en vanalega hef ég hleypt til í kringum 1-2 desember og sýnist mér að kindurnar ætli að halda þeirri hefð að byrja núna en ég ætla að hafa þetta uppá gamla mátann núna en ég lét ekki svampa þær í ár einsog hin síðari. Hugmyndin er að seinka sauðburði um cirka hálfan mánuð og hleypa til í kringum 15-17 Desember. Skrifa þær kindur niður núna sem sýna áhuga á hrút og svo aftur hálfum mánuði síðar þegar að þær fá hrút og velja þá á þær. Ég fann það síðastliðið vor hvað það munar rosalega á birtu og hita þegar að ég sat vaktina yfir þeim sem gengu upp. Það er svo kalt og ömurlega dimmt ennþá í lok Apríl byrjun Maí. En uppúr 10 Maí er þetta orðið allt annað og miklu bjartara orðið á nóttunni og meiri hiti.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.