Rigningarsuddi í dag og heldur leiðinlegt veður framanaf en stytti svo upp og fór að kólna og þorna. 2 kanínuhögnar hvítir að lit eignuðust nýjan eiganda í dag,voða hressir og kátir og eru að fara að leika í mynd skilst mér. Systur hvítu högnanna óseldar.
Nú er ég að verða
uppiskroppa með hvítar kanínur en það er sá litur sem síst fer en ég
verð samt að eiga hann til.Hann má ekki deyja út í húsinu hjá mér þannig
að ég ætla að hanga á einum hvítum högna eða svo. Kindurnar
fengu stærri garða í gær en kallinn bætti við hann svo allar kæmust að
auðveldlega og svo var mokað á garðann langa og þær eru ekki að torga
heyinu svo það verður að gefa minna á. Það er gaman að
tvævetlunum sem eru að fá hrút núna fyrst en þær eru ansi bústnar og
flottar og þær tvær sem hvað mest þoldu mann illa í fyrra eru spakastar í
dag.Það eru þær systurnar Frekja og Frenja sem heimta klapp á kinn og
nudd á bak og eru voða líkar pabba sínum honum Topp.Lygna aftur augunum
alsælar á meðan að þær eru kjassaðar. Ef maður tekur ekki eftir þeim þá hnibba þær fast í mann með snoppunni og frussa á mann með nebbanum sínum hehehehe....... Melur að ulla á fóstru sína:)
Melur gestahrúturinn er farinn að lykta alveg ógurlega og jólaanganin
af honum rosaleg og sá getur nú rutt í sig góðgætinu þegar að það býðst!
Ég gætti mín ekki í dag þegar að ég bauð honum brauð og beit hann mig
rækilega í puttann sen sem betur fer eru nú ekki tennur báðumegin í
þessum skepnum þannig að puttinn er heill! En hann fékk engar skammir því hann er svo yndislegur blessaður kallinn og skemmtilegur í alla staði:) Fyrirsæta dagsins er einmitt hann Melur að ulla á fóstru sína:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.