Frábært veður í dag en ég svaf heldur betur illa um nóttina og stórskemmdi daginn með því að vakna alltof seint. En við gerðum þó það sem þurfti að gera í góðu veðri en það var að skella upp stóru búri til að veiða strokugæsirnar okkar í á næstu dögum. Við fylltum búrið af brauði og svo gerði ég smá brauðslóð einsog í teiknimyndunum að búrinu.
Nú er bara að bíða eftir góðu tækifæri til að veiða þær en þær fá
nokkra daga til að venjast búrinu og labba inní það nokkrum sinnum og út
aftur þartil þær eru orðnar voða öruggar með sig. Það kom að
því að fyrsta græna eggið liti dagsins ljós eftir góða hvíld hjá þeim
amerísku :)Það var sem mig minnti að þær fara í frí síðla hausts og
byrja svo aftur að verpa í lok Nóvember stuttu áður en jólabaksturinn
hefst:) Eins eru kínversku silkihænurnar og ungarnir að byrja að verpa þannig að ég þarf þá ekki að kaupa fleiri egg í Bónus.
Ég keypti egg í vikunni og var að opna bakkann og það vantaði eitt egg í
hann,nenni ekki að reyna að fá það bætt enda ekki séns að ætla að sanna
það.Skiptir engu máli úrþví að elsku hænurnar mínar eru farnar að borga
fyrir fæði og húsnæði aftur:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.