Fyrirsætur dagsins er stóðið í gærkveldi að fá sér tugguna:)
Vetur konungur er kominn hingað í Ásgarðinn og snjóaði af krafti í fyrradag.Þetta er eitthvað sem við erum ekki vön að sjá á þessu ári en það kom varla snjókorn úr lofti síðasliðinn vetur. Veturinn þar á undan fór allt á bólakaf og þann 1 Nóvember fékk útigangurinn fyrstu rúlluna sína sem er alveg mánuði fyrr en vatnt er. Menja frá Ásgarði for sale.
Ég er farin að hára aðeins í hrossin núna en ekki koma þau nú altaf heimundir hesthús því enn er beit næg og enn á ég eftir að opna vetrarhagann þeirra. Það verður gert uppúr næstu mánaðarmótum þegar að búið verður að ormahreinsa alla og klára að klippa hófa.
Útflutninghrossin fara að fara en það er vika í að fyrstu tvö verði sótt. Svo fer einn veturgamall foli heim til sín og þá verður nú ekki mikið eftir af hrossum hér í vetur.
Hrókur er einn uppí stóðhestahúsi með kindunum og bíður rólegur eftir félagskap en hann er vanur að passa uppá gestatitti hér á veturnar.
Ansi hreint rólegur dagur í dag eftir læti gærdagsins.Tíkurnar er með harðsperrur eftir átökin við minkinn og fór ég í dag í gæludýrabúð og fékk nammi handa þeim,þá kættust þær mikið þessar elskur.Ef við hefðum þær ekki hér þá veit ég ekki hvernig dýralífið væri,minnsta kosti væri það miklu fátæklegra en það er í dag.
Nú er að styttast í tilhleypingar í fjárhúsinu og í ár ætla ég ekki að láta svampa kindurnar heldur gera þetta uppá gamla mátann að gamni. Einhvernveginn grunar mig nú að ég eigi eftir að bölva sjáfri mér í hljóði í vor þegar að burður fer að dragast inní sumarið.
En þegar að það kostar orðið cirka eða hátt í 4-5 innleggslömd með akstri dýralæknis að láta svampa þennan litla hóp sem samanstendur af 21 kind þá er mér eiginlega bara alveg sama þó að burður dragist aðeins á langinn.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.