Heimasíða Ásgarðs

18.11.2013 20:16

Minkurinn fundinn og drepinn....

Hebbi gat ekki sofið almennilega af áhyggjum af hinum fuglunum á bænum og vaknaði snemma í morgun og æddi af stað með hólkinn þrátt fyrir að enn væri myrkur úti.
Enginn minkur var kominn í gildruna en nýleg spor allt í kringum hana.

Dökka öndin drapst um nóttina en sú ljósa er enn lifandi og aðeins brattari í dag og fékk sér vænann slurk af vatni.Enn er hún samt ekki hólpin og er ég efins um að hún nái sér,allavegana þarf kraftaverk til þess.

Við fórum svo af stað með tíkurnar þrjá eða öllu heldur 2 og hálfa því að Busla er nú orðin ansi gömul og farin að þreytast elsku kellingin að verða 15 ára gömul.
En það mátti nú ekki taka þetta frá henni að fá að fara með í hasarinn,hún gæti að minnsta kosti þvælst eitthvað fyrir á sínum þremur fótum og með eitt auga í lagi og hálfheyrnalaus.

Skvetta og Súsý voru ekki lengi að finna minkinn!
Hebbi hjálpaði þeim að rífa upp draslið sem hann faldi sig undir við hænsnakofann og út stökk hann og inní kindagirðinguna og inn í rör þar!

Nú upphófst mikið gelt og læti og voru tíkurnar gjörsamlega brjálaðar yfir því að komast ekki inní rörið til að ná honum Ljóta.Ég lamdi með hamri utaní rörið einsog óð væri og reyndi að hrekja hann útúr rörinu en það gekk ekki upp enda tíkurnar fljótar að heyra öskrin og gargið í honum og hröktu hann altaf inn aftur.Hebbi lyfti upp rörinu og hrissti það og marg lét það detta.
Ekki kom Ljóti út heldur öskraði og gerði sig breiðann inní rörinu með látum.
Skvetta gerði nokkuð sem ég hef aldrei séð hana gera áður en hún réðist á Súsý litlu systur sína og ætlaði að tæta hana í sig og tókst mér að öskra hana af henni!
Hún var orðin svo tryllt yfir því að ná ekki minknum að hún lét það bitna á litlu systur sinni.
Á endanum kom Hebbi með langt plaströr og stakk því innum annan endann á rörinu og hrakti minkinn útum hinn endann en þar var Súsý þessi litla flís sem að fékk hann beint í fangið þennan líka rosastóra högna!

Hún var ekki lengi að bíta sig fasta á hann og vafði hann sig um hausinn á tíkinni og börðust þau í nokkrar sekúndur eða þartil að Skvetta kom að hjálpa henni.
Busla gamla var ekki alveg að átta sig á því sem var að ske fyrren ég kallaði í hana og sú hrökk í gang!!

Varð á sekúndubroti ung í annað sinn og læsti skoltunum í hnakkadramdið á minknum og Skvetta fór á hinn endann og Súsý litla dinglaði í miðjunni.

Og á augabragði var hann aflífaður..............




Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 876
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 592053
Samtals gestir: 59670
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 12:19:44