Ég er BRJÁLUÐ!!!!!!!!!!
Helv..... minkandskoti komst inní minkheldu girðinguna (fann smá gat)
hjá öndunum okkar og drap 4 af sex.Tvær eru í andaslitrunum núna á
gjörgæslu inná kaffistofu og er ég ekki viss um að þær lifi þetta af.
Hebbi spennti gildru í slóðann sem við fundum eftir minkinn og ef hann
er ekki kominn í gildruna á morgun þá verða þær Busla,Skvetta og Súsý að
finna kauða og klára hann.
Aumingjans öndin er svo bitin á hálsinum en þiggur samt smá vatn greyið.
Þessi ræfill er enn verr farin og lifir líklega ekki nóttina af .