Heimasíða Ásgarðs

09.11.2013 21:27

Bötun kinda hefst og ýmislegt fleira


Flottur dagur að kveldi kominn með hinum ýsmum bústörfum.
Fórum og gáfum strokugæsunum okkar brauðið sitt,þær eru orðnar ansi spakar og koma hlaupandi við fót á móti okkur þegar að við köllum í þær.Við erum búin að venja þær við það að koma altaf á sama staðinn og bráðlega setjum við upp stórt búr (við erum að tala um risastórt!) og svo á að lokka þær inní það með brauði.

Næst var að sinna kindunum sem voru teknar inn fyrir 2-3 dögum og settar á sérfæði,úrvals rúlla opnuð handa þeim og tóku þær vel í hana en finnst samt voða gott að fá bara að vera úti við opið þannig að opnuð var önnur rúlla úti en lakari eða fyrning frá í fyrra handa Hrók sem er einn uppfrá með kindunum.

Ég veit eiginlega ekki hvort þeim finnst betra að vera úti við opið eða lokaðar inni með úrvals hey.
Beit hér er ennþá svo góð og þær eru með hálfgerðann rennikúk þannig að þær fá að vera aðeins lengur úti.
Þetta eru óttalegar dekurkindur og fá svolítið að ráða:)

Kanínurnar eru orðnar bygglausar blessaðar og eru eingöngu á heyi núna.Það er smá svekkelsi í þeim yfir þessu og rukka þær mig stíft um kornið en bráðum kemur betri tíð með korn í stórsekk og þá munu þær taka gleði sína á ný.

Hænurnar eru líka bygglausar og finnst mér lyktin í hænsnakofanum vera sterkari eftir að þær fóru eingöngu á varpköggla og brauð.
5 íslenskar hænur eignuðust nýjan eiganda í dag og þarmeð eru þær íslensku einsog þær kínversku uppseldar í ár.
Ég ætla að eiga semsagt þessar 5 íslensku sem eftir eru til að fá hvít egg á móti þeim grænu og fölbleiku sem þær amerísku verpa handa okkur.

Hrossin eru komin á kafabeit en það spratt mjög vel í sumar og eins hefur hrossunum hér fækkað duglega eftir smá tiltekt og einnig hafa nokkur selst.
Ég er óskaplega ánægð með að vera komin niður fyrir töluna 20 sem við eigum en það er markmiðið að fara ekki uppfyrir þá tölu aftur enda voða þægilegt að eiga við þennan hóp af hrossum sem hér er í td ormalyfsgjöf og öðru dúllerýi.

Hér eru einungis 2 folöld óseld eftir sumarið og eru það að sjálfsögðu hestfolöld.

Við megum búast við cirka 10 folöldum á næsta ári ef allar hryssur hafa fest fang og halda í vetur.

Mön frá Litlu Ásgeirsá  sótrauð/skjótt/litförótt.

Mön gamla fékk við Borgfjörð Aðalssyni og er þetta síðasta folaldið sem hún mun ganga með,sú gamla er að verða 25 vetra næsta vor.

Enn lítur hún mjög vel út,feit og frísk til fótanna og algerlega óbiluð hryssan.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535202
Samtals gestir: 57021
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 04:59:29