Heimasíða Ásgarðs

22.02.2013 14:03

Hesthúsaheimsóknir


Fórum í RVK í gær að sækja fóður handa dýrunum á bænum.
Kíktum í bakaleiðinni á hann Vála en hann er í tamninguna hjá Pascale og var búið að hreyfa hann þennan dag og engar myndir til af kappanum í reið.

Við kíktum þá bara á hinn stóðhestinn okkar hann Hrók inná Mánagrund en hann er einsog blóm í eggi og er dekraður í bak og fyrir hjá nýju vinkonu sinni.
Hann verður líklega járnaður um helgina þannig að hún ætti að geta farið að bregða sér á bak honum þá.

Það er einsog hann hafi alltaf átt heima þarna enda vel kunnugur í þessu hesthúsi en hann hefur fengið að gista þar þegar að við höfum verið á námskeiðum og að keppa.

Hróksi úti að láta blása aðeins í faxið sitt.

Borgfjörð í snyrtingu

Þarna á ég stórvin en það er hann Borgfjörð Aðalssonur frá Höfnum.
Hann var nýkominn úr baði,var í hárgreiðslu og fléttun þegar að okkur bar að garði.
Hann er jafngamall og Váli og byrjuðu þeir í tamningu í sömu vikunni.
Borgfjörð var strax þægur í tamningu og afar auðveldur á allan hátt.
Mikið hlakkar mig til að sjá afkvæmnin undan honum í vor en aðalmálið er að ég fái merfolald undan honum og henni Fjalladís (Skjónu) minni.
Hún hefur bunað útúr sér hestfolöldum í mörg ár og nú er komið að því að ég fái fallega hryssu undan henni.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535202
Samtals gestir: 57021
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 04:59:29