Fórum í RVK en uppáhalds búðin þar hjá okkur er auðvitað Lífland. Altaf gaman að koma þar inn,góð þjónusta og lipurt starfsfólk er í hverju horni. Mig vantaði að fylla á stóðhestahúsið en þeir félagar Hrókur,Máni og Spænir fluttu uppeftir um daginn og ekkert til þar sem þeir höfðu í heimahesthúsinu. Bíllinn var fylltur af vítamíni,saltsteinum og fóðurbætir ásamt nýju fóðurtrogi fyrir tittina að borða fóðurbætinn sinn úr. Gamla trogið var komið í hengla eftir bæði kindur og hross en höldurnar voru í lagi og græjaði kallinn þær yfir á nýja dallinn þannig að nú er hægt að hengja hann á stíuna hjá tittunum. Við renndum á nokkra staði og útréttuðum ýmislegt og komum svo við hjá Lilju og Bigga í nýja Gusti að sækja grænmeti og kartöflur sem ég verslaði í gegnum þau til styrktar dömunni þeirra sem er að fara í ferðalag. Auðvitað var allt á fullu á þeim bæ,verið að járna trippi og dýralæknir að raspa tennur.Hross að leika í gerðinu og önnur inni nýkomin úr reiðtúr vel sveitt að þorna undir teppum. Áður en við vissum af vorum við komin inná kaffistofu með rjúkandi kaffi í bolla og var mikið skrafað og hlegið:) Glóð frá Ásgarði fædd 24 apríl 2011. M:9503 Fönn MF:Gassi MM:7619 F:Sprelli Angóra
Ég fékk að sjá þá stærstu kanínu sem til er á Íslandi,þori bara alveg að fullyrða það! Hún lifir í vellystingum inní hlöðu í tvöföldu búri og fær svo á skottast um frjáls á daginn. Lilja og Glóð :) Þetta er alveg gríðarlega stór og mikil kanína,geðslagið alveg frábært og er ég að spá í því hvort ég eigi að para mömmu hennar aftur við hann Sprella því að þessi blanda kemur svo skemmtilega út. Þarf að hugsa málið,má passa mig í að staðna ekki heldur framrækta vel. En takk kærlega fyrir kaffið og skemmtilegt spjall kæru hjón:) Frábært að sjá svona mikið líf í hesthúsinu hjá ykkur.
Brunuðum svo heim sæl og södd af höfuðborginni en það er alltaf jafn gott að koma heim í litlu sveitina sína.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.