Heimasíða Ásgarðs

08.02.2013 23:56

Bónusferð og gegningar

Fór í Húsasmiðjuna í dag og verslaði mér eitt stykki nýja Viktóríu,það var sem mig grunaði.Sú gamla heima var ekki að segja mér satt og var þarmeð sagt upp störfum hið snarasta.
Skellti mér svo í Bónus með dóttlunni og verslaði samviskusamlega eftir miða og þarsem ég er að rogast í gegnum yfirfulla búðina með allt mitt grænmeti/ávexti og allskyns ristilhvetjandi hollustu mæti ég hverri ofurmjónunni með yfirfullar körfur af snakki,súkkulaðikexi og gosi hverskonar!
Hey þið þarna mjónur,væruði vinsamlegast til í að versla á einhverjum öðrum dögum en ég:)!
Þetta er ekki sanngjarnt stelpur mínar:)!

Hrókur og Spænir.

Þegar að heim kom þá var kallinn búinn að taka inn stóðhestinn en lillarnir tveir þeir Máni og Spænir voru inni fyrir og er hugmyndin að flytja þá alla 3 uppí stóðhestahús á morgun eða hinn.

Það eru svo fáar kindur og kanínur í húsinu að það veitir ekki af hjálp við að éta heyrúllurnar þar aðeins hraðar.

Kornhænudömurnar.

Þegar að við komum í húsin þá blasti við okkur fjöldinn allur af Kornhænum um öll gólf en þær áttu nú að vera í búrunum sínum blessaðar.


Skýringin kom þó fljótt í ljós en kallinn hafði slökkt á ljósunum hjá þeim í gærkveldi til að reyna að hægja á varpinu hjá þeim og þær hafa orðið alveg snarvitlausar við að missa ljósið svona á svipstundu og flogið uppí lokið á búrunum og tekist að opna sum þeirra.

Við vorum dágóðann tíma að tína þær upp dömurnar og flestar sátu roggnar við hliðina á eggi á gólfinu og hreyfðu sig ekki.

Kallinn kveikti aftur ljós og verður það slökkt á morgun á meðan að góð birta er í húsinu.

Ekki tók nú betra við þegar að inn í fjárhús var komið!

Kráku/Toppsdóttir gemsalingur:)

Átta hamingjusamar gimbrar lausar á ganginum og búnar að dansa í kringum nýopnaða rúlluna og hún orðin ansi troðin eftir þær.

Kallinn hafði gleymt að loka á eftir dömunum þegar að hann þreif hjá þeim garðann:)

Við kláruðum verkin okkar og drifum okkur heim en á móti okkur tók Saladmaster potturinn fullur af gómsætri kjötsúpu.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 757
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591934
Samtals gestir: 59657
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 10:54:13