Gáfum útiganginum,erum orðin ansi fljót að gefa enda komin föst vinnuregla á þetta. Ég opna öll hlið og kallinn kemur á traktornum og nær í rúllurnar.Konan drífur síg jafnaharðan og þær koma og sker af þeim plastið og gerir klárar, stekk og opna hliðið hjá stóðinu en neðst í hliðinu er kaðall með gúmmíteygju (mín uppfinning:) og er hann rétt yfir jörðinni en nóg til að hrossin treysta sér ekki yfir hann og halda að það geti verið rafmagn í honum. Traktorinn kemst auðveldlega yfir kaðalinn og teygjan slakar á honum svo hann slitnar ekki. IS2012225865 - Menja frá Ásgarði Til sölu/for sale
Á meðan að kalllinn gefur stóðinu rúllurnar þá gef ég stóðhestunum inni og moka og geri fínt hjá þeim og geng frá plastinu af rúllunum. Svo er bara að loka og ganga frá og beint útí hús að huga að restinni af hinum skepnunum. Ég kláraði stóra fuglabúrið og bar inn einn og hálfann poka af spónum blönduðu sagi og setti upp vatns og matarsílóin og þreif svo rækilega sitthvorn varpkassann handa hænunum.Lítinn handa Silkihænunum sem er með lítið op þannig að Amerísku hænurnar komast ekki inní hann og stóran refakassa sem að ég setti það hátt upp að ég vonanst til að Silkihænurnar fari ekki inní.Það er svo mikið vesen á Silkihænunum en þær eru altaf að rembast við að liggja á og stundum liggja tvær í einu á eggjum inní refakassanum og hleypa ekki Ameríkönunum inn til að verpa. Þegar að þessu var lokið þá fórum við í að flytja allar Amerísku dömurnar og allar Silkihænurnar og tvo flotta Silkihana yfir og gekk það vel enda eru þær Amerísku ansi spakar þrátt fyrir að ég vinni ekkert í því að gera þær spakar. Nú svo vantaði alveg prikið til að setjast á en það var löngu kominn háttatími hjá þeim og allt í voða. Hamingjusöm hæna á priki.
Hebbi hjálpaði mér að skella upp priki og hamingjan var svo mikil að þær voru komnar uppí tröppuna hjá kallinum að máta og sátu ofaná hallarmálinu hjá mér og var ég að berjast við að reyna að mæla með 3 hænur sitjandi á því. Þetta leit allt saman voða vel út hjá þeim þegar að við fórum og vonandi verða eggin á réttum stað á morgun og allt einsog ég vil að það verði en það er nú önnur saga og kemur í ljós. Eftir kvöldmatinn þá röðuðum við öllu aftur inní gestaherbergið og lítur þetta voða vel út og erum ánægð með útkomuna. Frábær dagur að kveldi kominn,góða nótt:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.