Blankalogn í dag og vaknaði upp við fuglasöng eða tíst í einhverjum litlum fugli sem hefur lifað af veðurlætin:)
Hélt eitt augnablik að mig væri að dreyma og svo heyrði maður ekkert!
Enginn barningur og söngur í Kára og var það svolitið skrítið eftir margra daga ólæti. Fór niður í merarstóð og þar voru allir í lagi og í fínu standi,sá ekki á þeim eftir veðrið.
Mokaði hesthúsið og gerði fínt en ég var með innilokuð hross alla helgina og hesthúsið orðið einsog svínastía enda ekki tekinn séns á því að moka út í klikkuðu veðri.
Nú er taka tvö í fyrramálið hjá henni Nótt Hróksdóttur en hún er að fara til Þýskalands á Miðvikudaginn. Rjúpa og Pascale í smá gríni:)
Rjúpan mín kom heim í kvöld en hún er búin að vera fyrir austan á Völlum hjá henni Pascale í þjálfun og hefur staðið sig vel,báðar stóðu sig reyndar mjög vel og náðu vel saman:).
Rjúpan kenndi ansi mörgum trippum að teymast en merin er alveg frábær við trippin og alveg sama hve erfið þau eru,Rjúpan leggst bara á og dregur þau áfram alveg sama hvað þau setjast á rassgatið:)
Rjúpa er svolítið sérstök í hesthúsi en hún á bágt með að vera með öðrum hrossum í stíu en Pascale komst að því að það er hægt að setja hvaða trippi sem er með henni. Hún elskar ungviðið og er góð við þau.
Hún verður einhverntímann góð mamma:)
Nú er ég að fá hálsbólguskít í mig og hausverk og þarsem mikil umræða var um lauk á Fésbókinni um daginn þá ætla ég að skera einn til helminga og setja á náttborðið mitt í kvöld og vita hvort þetta virkar!
Ef þetta er satt um laukinn og lækningamáttinn hans þá á ég að rísa upp alheil í fyrramálið:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.