Heimasíða Ásgarðs

28.10.2012 23:53

Tókum kindarúnt í dag

Við fórum kindarúnt uppí hólf í dag til að kíkja eftir þessum 9 kindum sem við eigum þar og höfðum brauðmola með okkur í körfu.
Hólfið lítur vel út og næg beit ennþá og engin ástæða til að fara að smala alveg strax fyrren veður fer að bíta í rollurassa.

Við ákváðum að fara rúnt um hólfið og skoða betur uppgræðslusvæðin sem líta feiknavel út og verður gaman að sjá sprettuna í vor þarsem borið var á síðastliðið vor og sumar.

Þetta grey tapaði í viðureigninni við rebba.

Við keyrðum fljótlega frammá vígvöll eftir rebba en það er svolítið síðan hann hefur náð lambi og drepið þar.

Bara hauskúpan og eitt rif eftir ásamt ullartætlum um allt.

Enn héldum við áfram og eftir smá stund þá sá ég eitthvað sem líktist ull á stað þarsem engin kind var og eitthvað var þetta skrítið.
Ég bað kallinn um að stoppa og tók upp kíkir og í framhaldi af því ákváðum við að labba og athuga þetta nánar.

Þegar að var komið þá sáum við að þarna lá afvelta kind og enn var hún lifandi greyið og reyndi allt hvað hún gat að rétta sig af og komast í burtu en gat lítið hreyft sig.
Hún var orðin horuð en mesta furða samt hvað hún gat sveiflað til hausnum og fótunum sínum.

Við hringdum í eigandann sem kom að vörmu spori og fór með gripinn heim í fjárhús þarsem er verið að reyna að hjúkra henni á fætur enda er þetta ung kind og ætti að takast að koma henni á réttan kjöl aftur.

Hvítur rebbi sást þarna skammt frá og er mesta furða að hann skildi ekki vera búinn að fara í kindina!

Við snerum svo við og keyrðum í átt að stórum kindahóp og fórum út og kölluðum gibbagibb og það var ekki að því að spyrja:)

Koma þessar elskur á harðaspani:)!

Hópurinn klofnaði strax í tvennt og til okkar komu hlaupandi fagnandi 9 brauðkindur en hinar streymdu bara sem lengst í burtu enda þekktu þær ekki þessi köll og hróp.


Frá vinstri:Gullhyrna og Gráhyrna systurnar frá Hrauni og hún Heba veturgömul Karenar/Toppsdóttir.

Það var gaman að sjá gibburnar og þær litu vel út og þáðu brauðið með þökkum.


Fleiri kindamyndir í albúmi:
Kindarúntur 28 Október.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1087
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537467
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:31:45