Byrjaði daginn á því að fara í Grænmetisbílinn hjá henni Jóhönnu og verslaði mér dýrindis grænmeti beint af bónda.
Tók smá snúning á húsinu mínu og þreif útúr dyrum.Setti kallinn á ryksuguna en hún er eitthvað stirð í skapinu við mig og ég ekki að ráða við nýja hausinn á henni og situr hún sem fastast á teppinu í frástrokunni en er þæg við mig í aðstrokunni.
Nennti ekki að slást við hana í dag þannig að kallinn göslaðist um á henni og hafði hún ekki roð í hann:)
Skellti í brauðvélina áður en ég fór að vinna og þvottavélina. Við erum að undirbúa veturinn hjá fuglunum útí húsi og gera allt ferlið þægilegra bæði fyrir menn og skepnur.
Stefnan er að allir fuglarnir verði komnir í plastbúr sem fyrst og erum við búin að vera að moka út kanínuskít og moka inn skeljasandi í flórana (þetta er einsog dauðaganga með börurnar!)og slétta og setja bretti til að lyfta búrunum upp í þægilega vinnuhæð.
Það fer mjög vel um fuglana í þessum búrum,gott skjól og þeir geta hoppað og skoppað um allt og fá sandbað og spænir á gólfið. Það þarf ekkert að troða brauðinu ofaní Hermínu,bara passa puttana!:)
Næst var að gefa á garðann enda Hermína farin að banka og banka með framfæti í hurðina án afláts.
Ekki að spyrja að því þegar að hún heyrir þrusk fyrir innan og ilminn af nýopnðari rúllu streyma um.
Það er eins gott að vera ekki fyrir þegar að hersingin ryðst inn! Toppur kallinn var tekinn úr 20 Október og fer svo lítið fyrir honum núna í augnablikinu að það lá við að við gleymdum að gefa honum og vatna í stóðhestastíunni.
Ég færði hann til þarsem auðveldara er að kjassa hann og hann sér út og getur fylgst með umganginum í húsunum.
Ég þarf að versla mér hrút handa honum sem félagskap því hann er einn inni á daginn grey kallinn á meðan að kindurnar eru útí að virða sig.
Við fengum góða gesti í kvöld en það kom fólk að versla sér hænur. Lítill Silkiungi og Amerísk unghæna.
Örfáar hænur eru óseldar og orðið voðalega lítið eftir af kanínum og þá sérstaklega læðum.
Eftir allar gegningar fór ég í labbitúr með tíkurnar niður í hesthús að gefa í stallana en stóðhestarnir eru við opið og fá hey með beitinni. Von nýja hryssan mín:)
Stóðið er í góðum málum enda spratt hér aftur upp gras í fyrst almennilegu rigningu í Ágúst LOKSINS! Við erum að láta bera heilmikið af búfjáráburði á túnin og beitarstykkin og er enn að spretta upp af honum en síðustu ferðirnar voru farnar núna fyrir tæpri viku.
Líklega fer það að vera búið enda ekki margir blettir til óábornir eftir sumarið:) Nú hlakkar manni bara til að vita hvernig sprettan verður næsta vor af þessu gúmmilaði sem hænsnaskíturinn er:)!
Eftir hesthúsferðina þá nennti ég ekki að standa í eldamennsku á haus enda þegar að ég kom inn þá var Melissa búin að baka og húsið ilmaði af brauðlykt.
Ég bjó til fátækrarsúpu sem samanstendur af grænmeti (sem til er) og bakaði ég upp súpuna og skellti einum tening af krafti útí og vola!
Á morgun verður eitthvað meira spennandi að ske en hér er verið að byrja á lagfæringum á litlu íbúðinni okkar. Við erum búin að kaupa gluggana og glerið kom í gær og svo bara ræðst framhaldið af smiðnum og veðrinu:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.