Heimasíða Ásgarðs

21.10.2012 20:18

Fálki í heimsókn


Hingað kom um daginn þessi líka stóri og flotti Fálki og smellti sér niður beint fyrir framan okkur í hænsnahópinn sem rak upp skerandi öskur og þusti inní hænsnakofa á harðahlaupum!


Þvílíka skelfingu hef ég ekki séð hjá hænunum áður og þorðu þær ekki meira út þann daginn.

Við fréttum svo af Fálka (kannski sá sami) aðeins sunnar þarsem hann var búinn að afgreiða eina gæs takk fyrir og sat að snæðingi þegar að var komið.

Í dag sá ég Fálka niður í haga og var hann að gæða sér á einhverju og stökk ég út með cameruna til að reyna að ná mynd honum og athuga hvort allt þetta hvíta fiður í haganum kæmi af einni af hænunum okkar.

Sem betur fer þá var það ekki en Fálkinn hafði náð sér í Máv og var búinn með bringuna að mestu og ríflega það.

Mér datt í hug að athuga hvort að Mávurinn væri merktur og svo var.

Á merkinu stendur:

MUS.RER.NAT.
Box.5320REYKJAVÍK
341994. Iceland

 og ef að 1994 ártal þá hefur þessi Mávur verið orðinn 18 ára gamall.


Nú þarf ég að senda merkið inná Náttúrufræðistofnun á morgun með þeim upplýsingum sem þeir þurfa:)

Og hvaða tegund af Máv er þetta gott fólk???

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1397
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537777
Samtals gestir: 57200
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:54:39