Það
var gaman að koma austur að Völlum til hennar Pascale en Rjúpa er búin
að vera í þjálfun hjá henni og gengur bara vel með hryssuna.Hún er líka
búin að fá mikla hreyfingu en á milli þess sem hún er sjálf í þjálfun þá
hefur hún verið dugleg við að teyma tamningartrippi utaná sér og sagði
Pascale mér að Rjúpa fengi þau allra hörðustu og erfiðust og færi létt
með að draga þau áfram og tæki ekki í taum.
Rjúpa
er komin á þann stað í ferlinu að ég held að það verði ekki hægt að
gera mikið meira fyrir hana en Pascale er búin að kreista útúr henni
alveg helling en það sem tefur fyrir að hún tölti almennilega og á
einhverri ferð (brokkið er sko ekki ferðlaust á Rjúpunni!) er hve
roslega stór og mikil sleggja í vexti hún er blessunin.
Vinkonurnar á Hringvellinum
Pascale að vanda sig:)
Jafnvægið er að trufla hana en takturinn orðinn mjög góður og hreinn en skeiðið sem er auðvelt að sækja hefur ekki verið hreyft. Fet,brokk og stökk er mjög gott og hryssan er svo þæg að hver sem er getur riðið henni.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.