Heimasíða Ásgarðs

14.07.2012 14:10

Hryssur sónaðar og gelding

14 Júlí.

Nótt Hróksdóttir frá Ásgarði
Komin af stað með sitt folald undan Borgfjörð frá Höfnum.

Fía frá Strandarhöfði
Er komin af stað með Hróksafkvæmið sitt.

Hér var nóg að gera þennan dag en hún Unnur nýi dýralæknirinn okkar kom til að sóna gestahryssurnar hans Hróks sem reyndust vera komnar af stað með sín afkvæmi og fengu fararleyfi heim.


Gæfa ...........
Fylfull við Hrók frá Gíslabæ

Gæfa er móálótt hryssa sem ekki er vitað um upprunann þrátt fyrir að hún sé eyrnamörkuð.

Enginn virðist muna eftir henni en hún er mörkuð og fundust út nokkrir bæir en líklega er hún úr Skagafirðinum en þar þekkir enginn til hennar.

Markið á hryssunni er biti framan vinstra-standfjöður aftan og hægra eyra er alheilt.

Svolítið leiðinlegt fyrir núverandi eigendur hennar en það á að skrá hana í WF (ef hún finnst ekki í WF) og engir foreldrar á bakvið hryssuna.

Ef einhver kannast við  þessa hryssu væri voða gaman að fá að vita eitthvað meira um hana.

Gro og Bjössi frændi komu sama dag en Bjössi og Hebbi rifu Fergusoninn sem mest mæðir hér á í heyskapnum í tvennt en eitthvað var brotið sem olli því að olía lak ofaní kúplinguna þannig að hann snuðaði en það er ekki hægt að treysta almennilega á það fyrir traktor sem er með rúlluvélina.


Myndataka Anna M Ingólfsdóttir:)

Gro hjálpaði til í sónarnum og geldingunni og var flott að hafa hana með enda alvön svona aðgerðum konan:)


Allt gekk þetta vel og svo var komið af því að Mímir Astrósonur missti djásnin sín en hann var geltur og virtist nú ekki taka það mikið nærri sér og steinsvaf lengi vel á eftir og stóð svo upp og fór að kroppa.



Takk kærlega fyrir frábærann dag Gro og Bjössi,þið eruð ómetanlegir vinir:)


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 654
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591831
Samtals gestir: 59644
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 09:00:16